Fara í efni

Fréttir

Bremsutilboð HEKLU

Það er mikilvægt öryggisatriði að hafa bremsurnar á bílnum í lagi. Nú hafa HEKLA og þjónustuaðilar um land allt tekið höndum saman til að tryggja öryggi ökumanna þegar keyrt er inn í sumarið.

Bremsutilboðið felur í sér 15% afslátt af bremsuvarahlutum og 10% afslátt af vinnu. 

Hjá hraðþjónustu HEKLU eru allar smærri viðgerðir afgreiddar samdægurs. Bókaðu tíma í síma 590 5030 eða renndu við. 

Tilboðið gildir á eftirfarandi stöðum:

Höfuðborgarsvæðið:  

HEKLA hf.
Laugavegi 170 - 174, 105 Reykjavík
590-5030
thjonusta@hekla.is
Tímabókun á netinu

Bílson ehf.
Kletthálsi 9, 110 Reykjavík
568-1090
bilson@bilson.is
   
Vestfirðir: Reykjanes:
Bílaverkstæði SB á Ísafirði
Sindragötu 3
456-3033
verkstjori@bsb.is
HEKLA Reykjanesbæ
Njarðarbraut 13, 260 Reykjanesbær
590-5090
fyrirspurnrnb@hekla.is
   
Norðurland:  
Bílaverkstæði K.S.
Hesteyri 2, 550 Sauðarkróki
455-4570
gunnar.valgardsson@ks.is
Höldur hf.
Þórsstígur 4, 600 Akureyri
461-6060
verk@holdur.is
   
Suðurland: Austurland:

Bílaverkstæðið Klettur
Hrísmýri 3, 800 Selfossi
482-4012
klettur@kletturehf.is

Bílaverkstæði Austurlands
Miðás 2, 700 Egilsstaðir
470-5070
info@bva.is

 

 

Páskapakki Mitsubishi!

Nú fylgir 340.000 króna aukahlutapakki að eigin vali með öllum nýjum Mitsubishi Outlander PHEV. Hann er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn í heiminum og mest selda bifreiðin á Íslandi 2018. Skyldi engan undra enda mörgum kostum búinn. Hann er vistvænn kostur, rúmgóður, tæknivæddur og á góðu verði. Kynntu þér þennan frábæra farkost. 

Nánar um Outlander PHEV

Outlander PHEV í vefverslun HEKLU

HÖRKUTILBOÐ Á MITSUBISHI L200!

Nú býðst þessi vinsæli pallbíll á sérstöku páskatilboði með þremur mismunandi aukahlutapökkum.  Hvort sem þú vilt vandað hús á pallinn, sérstyrkt palllok, eða vilt hreinlega flottan upphækkaðan pallbíl, þá erum við með frábært tilboð fyrir þig. Allir bílarnir koma með 33'' breytingu sem gerir þá  afar skemmtilega í akstri og útlitið verður hrikalega töff.

HÖRKUPAKKI A - 33“ breyting, Good Year jeppadekk, gluggahlíf og húddhlíf

  • Intense beinskiptur: 5.750.000 kr.
  • Intense sjálfskiptur: 6.450.000 kr.
  • Instyle sjálfskiptur: 6.750.000 kr.

HÖRKUPAKKI B - 33'“ breyting og hamrað palllok með grind (veltigrind)

  • Intense beinskiptur: 5.990.000 kr.
  • Intense sjálfskiptur: 6.750.000 kr.
  • Instyle sjálfskiptur: 6.990.000 kr.

HÖRKUPAKKI C - 33'' breyting og Mitsubishi pallhús 

  • Intense beinskiptur: 5.990.000 kr.
  • Intense sjálfskiptur: 6.750.000 kr.
  • Instyle sjálfskiptur: 6.990.000 kr.

Mitsubishi L200 4x4 er fullkomin blanda fólks- og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, er með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3.1 tonn og 450 Nm togkraft. Þessir eiginleikar bílsins gera hann afar aðlaðandi fyrir athafnasamt fólk, hvort sem um ræðir krossara, veiðimenn, hestafólk, verktaka eða golfara enda auðvelt að breyta L200 með aukahlutum sem henta hverjum og einum.

Tilboðið gildir til 30.4.2019

 

Bókaðu þjónustuskoðun á netinu

Finndu þann tíma sem hentar þér best

Nú geta eigendur HEKLU bíla fundið þann tíma sem þeim hentar best og bókað sjálfir þjónustuskoðun fyrir bílinn á netinu. Tryggðu verðmæti bílsins og haltu ábyrgðinni með því að láta þjónustuskoða hann reglulega hjá viðurkenndum aðila.

 

Ýtið hér til þess að velja þá þjónustuskoðun sem við á. 

 

Við hjá Heklu erum stolt af bifreiðaverkstæðinu okkar. Bifreiðaverkstæði Heklu hefur áralanga reynslu í að annast viðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Við erum ávallt að bæta þekkingu fagmanna okkar ásamt því að við tileinkum okkur nýjustu tækni fyrir bifreiðina þína hverju sinni. Með öðrum orðum - við gjörþekkjum bílinn þinn.

Fagmenn okkar eru sérhæfðir í hverri bíltegund fyrir sig. Þeir mynda teymi sem sérhæfa sig í þeim bifreiðum sem þeirra teymi annast. Stanslaus miðlun þekkingar frá framleiðendum ásamt virku námskeiðshaldi allan ársins hring gerir fagmannin sem annast þína bifreið eins vel í stakk búinn eins og möguleiki er á. Aukin þekking fagmanna styttir tíma og eykur öryggi í bilanagreiningu sem leiðir til mun bættrar þjónustu við þig.

Bílar eru með stærri fjárfestingum sem lagst er í og því mikilvægt að viðhalda verðgildi bílsins. Við hjá Heklu veitum 2ja ára ábyrgð á öllum varahlutum og þeirri vinnu sem framkvæmd er á verkstæði okkar. Það er mikilvægt fyrir líftíma, endingu og öryggi bílsins að láta framkvæma reglulegar þjónustuskoðanir. Það tryggir einnig hámarksverð í endursölu og gerir bílinn þinn mun vænlegri söluvöru.  Einstök gæði uppruna varahluta og hátt tæknistig stuðla að því að þú haldir verðgildi bílsins eins og kostur er til. Það er okkar metnaður að þú verndir fjárfestingu þína eins vel og mögulegt er.

 

Hér finnur þú upplýsingar um þjónustuþörf HEKLU bíla.

Úrval vistvænna ökutækja

HEKLA er umboðsaðili fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen; vörumerki sem eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa.

Í dag býður HEKLA upp á þrettán vistvæna bíla og von er á fjölmörgum í viðbót. Þessi tala endurspeglar vistvænar áherslu fyrirtækisins en HEKLA er leiðandi í sölu á vistvænum bílum með 53,30% markaðshlutdeild árið 2018

Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða raforku og dísil og tvinnbíla sem ganga fyrir metani og bensíni. 

Raforka sem aflgjafi

Raforkan á íslandi kemur eingöngu frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og því ærin ástæða til að skipta yfir í rafbíl. Í dag getur þú ekið með endurnýjanlegri orku frá íslenskum fallvatns- og gufuaflsvirkjunum þegar þú hleður raf- og tengiltvinnbíla. Í dag eru um 140 hleðslustöðvar víðsvegar um landið, þar af um 50 hraðhleðslustöðvar, þar sem hægt er að hlaða hreina rafmagnsbíla sem og tengiltvinnbílinn Mitsubishi Outlander PHEV. 

Metan sem aflgjafi

Helsti ávinningur af bílum sem ganga fyrir metani er eldsneytissparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í samanburði við bensín er metan 34% ódýrari kostur. En metan er ekki aðeins kostnaðarvænt heldur líka umhverfisvænt og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Í dag er metan eldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri. 

Volkswagen er með fjölbreytt úrval bíla með vistvæna aflgjafa. Hreinir rafbílar eru e-up! og e-Golf en von er á atvinnubílunum e-Crafter, e-Caddy og e-Transporter og forsala á rafbílnum I.D hefst á árinu. Tengiltvinnbílar Volkswagen eru tveir; Golf GTE og Passat GTE, og í boði eru metanbílarnir eco-up!, Golf TGI og Caddy TGI.

Audi býður upp á rafbílinn Audi e-tron og metanbílinn Audi g-tron. Tengiltvinnbílarnir eru tveir, A3 e-tron og Q7 e-tron. Síðar á árinu koma svo tengiltvinnbílarnir q5 e-tron og A7 e-tron.

Hjá Mitsubishi er sá vinsælasti tengiltvinnbíllinn Outlander PHEV en hann er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn í heiminum og mest selda bifreiðin á Íslandi árið 2018.

Metanbíllinn Octavia G-TEC er vistvænasti fararskjótinn frá Skoda en framundan er mikil aukning í úrvali á vistvænum kostum frá framleiðandanum. Á næsta ári er von á rafrifnum Citigo og glæsikerran Superb mun bjóðast sem tengiltvinnbíll. Alls verða 10 rafdrifnir bílar frá Skoda komnir á markað árið 2020.

Smelltu hér til að skoða úrval vistvænna bíla HEKLU inn á sýningarsal okkar á netinu þar sem opið er allan sólarhringinn.

Vefveisla HEKLU

HEKLA hefur opnað nýja vefverslun, www.hekla.is/vefverslun og af því tilefni verður blásið til heljarinnar veislu laugardaginn 9. mars milli klukkan 12 og 16 á Laugavegi 170-174 sem og hjá HEKLU notuðum bílum að Kletthálsi 16.

Veltibíllinn sívinsæli mætir á Laugaveginn og býður gestum uppá snúning en fyrir krakkana verður líka andlitsmálning í boði auk þess sem blöðrulistamenn sýna listir sína.

Ljúffengir kleinuhringir frá Krispy Kreme verða í boði á meðan birgðir endast og auðvitað safar og gos til að skola þeim niður með.

Margvísleg tilboð verða á bæði nýjum sem notuðum bílum frá HEKLU og aukahlutum. Þar má nefna sérstök veftilboð á Volkswagen e-Golf, Audi Q7 e-tron, Skoda Karoq, Mitsubishi Eclipse og fleiri nýjum bílum. Notaðir bílar HEKLU á Kletthálsinum bjóða vel valda gullmola á sértilboði og á aukahlutum verður 20% afsláttur af öllum þverbogum, hjóla- og skíðafestingum auk annarra tilboða.

Í marsmánuði verður skemmtilegur páskaleikur í gangi í HEKLU þar sem þú getur mætt á svæðið og talið páskaeggin í skottinu á æðislegum appelsínugulum Volkswagen Polo og skráð þig til leiks á heimasíðu HEKLU. Vikulega verða dregin út tvö páskaegg frá Góu og hvorki meira né minna en 100.000 króna inneign í aukahlutaverslun HEKLU!

„Opið er allan sólarhringinn í nýrri og glæsilegri vefverslun HEKLU og þar er hægt að skoða úrval bíla sem til eru á staðnum, eða eru á leiðinni til landsins, frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Hægt er að skoða staðalbúnaðinn, hvaða aukabúnaður fylgir bílunum og hvað þeir kosta. Þú getur pantað þér þinn uppáhaldsbíl á vefnum. Í vefversluninni er einnig hægt að skoða úrvalið á aukahlutum frá öllum okkar merkjum, ganga frá kaupum og fá þá heimsenda. Þetta er mjög spennandi þróun sem við vonum að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri og hvetur fólk til að líta við í veisluna á laugardaginn.

Breyttur afgreiðslutími HEKLU frá og með 1. mars

Frá og með 1. mars 2019 verða afgreiðslutímar HEKLU sem hér segir:

Söludeildir nýrra og notaðra bíla eru opnar:

alla virka daga frá klukkan 10.00 - 17.00 
og laugardaga frá klukkan 12.00 - 16.00

Afgreiðslutími verkstæðismóttöku 

alla virka daga frá klukkan 7.45 - 17.00.

Varahlutaverslun og smurþjónusta er opin 
alla virka daga frá klukkan 8.00 - 17.00

Vinsamlegast athugið að símaþjónusta varahlutadeildar er opin milli 8:00 og 17:00 alla virka daga.

 

 

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um Procar

Vegna umfjöllunar varðandi breytingar á vegmælum bíla sem verið hafa verið í eigu Procar.

Þetta mál kom Heklu hf. mjög á óvart og ekki er vitað hvaða búnaður var notaður við téðar vegmælisbreytingar. Gagnaöflun stendur yfir varðandi umfang og eðli þessara breytinga sem gætu átt við bíla sem Hekla hefur selt. Samkvæmt upplýsingum í lok febrúar er um óverulegan fjölda bíla innflutta af Heklu að ræða.

Þegar Hekla hefur fengið staðfesta eigendasögu seldra bíla sem gætu fallið undir þetta mál verður haft samband við núverandi eigendur þeirra bíla sem við á. Hekla mun standa með sínum viðskiptavinum í þessu máli og hafa þeirra hagsmuni að leiðarljósi.

Ráðlegging til viðskiptavina

Komi upp grunur um að bíll okkar vörumerkja hafi breytta stöðu vegmælis munum við aðstoða við að leita misræmis og merkis um breytingar eftir þeim leiðum sem okkur eru færar, með könnun í tölvukerfi bílsins og með skoðun þjónustuskráninga. Verkferli er í vinnslu.

Viðbrögð við sannaðri vegmælisbreytingu

Finnist og sannist misræmi/stöðubreyting vegmælis í bíl sem fellur undir þetta mál verður Hekla viðskiptavinum sínum innan handar með að fá lausn sinna mála í samræmi við lög og reglur.

Einnig skal bent á að þegar bíll kemur til viðhalds- eða viðgerðaþjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila, eða sjálfstæðu verkstæði ætti rétt notkun þjónustuupplýsingakerfis að skilja eftir skráningu á stöðu vegmælis í miðlægan grunn sem getur nýst til að sannreyna réttmæti, eða varpa grun á fölsun.

Ef frekari spurningar vakna má senda fyrirspurn á hekla@hekla.is en í fyrirspurninni þarf að koma fram nafn eiganda bílsins, sími, netfang og bílnúmer. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.

Sérhæfðir bifvélavirkjar

Á dögunum luku biðvélavirkjarnir Gísli Þór Sigurðsson, Ísak Gunnarsson og Magnús Óskar Guðnason námskeiði hjá Mitsubishi með afburðaárangri og afhenti Magnús Eysteinn Halldórsson þeim viðurkenningu við þetta skemmtilega tækifæri.

Bifvélavirkjarnir sem útskrifast núna eru með alla þá þekkingu sem þarf til að gera við háspennukerfi Mitsubishi, eins eru þeir með þekkingu til að gera við rafhlöður í Mitsubishi Outlander og hafa fengið allar upplýsingar um nýjungar sem koma fram árið 2019. Til viðurkenningar og staðfestingar fengu þeir viðurkenningarskjal. 

Á hverju ári keppist starfsfólk HEKLU í að viða að sér sértækri þekkingu um vörumerkin og sitja símenntunarnámskeið um allan heim.

Skoda Kodiaq Scout er mættur á svæðið!

Laugardaginn 26. janúar verður sýning á Skoda Kodiaq Scout. Þessi harðgerði töffari er fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur og 190 hestöfl. Hann er með off road stillingu og meðal staðalbúnaðar eru 19" álfelgur, silfurlitir þakbogar, Scout stuðarar og leðurklætt aðgerðarstýri með hita.

Komdu í Skoda salinn í HEKLU á morgun milli kl.12 og 16 og kynntu þér nýju útfærsluna á þessum vinsæla jeppa.

Frekari upplýsingar