Fara í efni

Fréttir

Vefveisla HEKLU

HEKLA hefur opnað nýja vefverslun, www.hekla.is/vefverslun og af því tilefni verður blásið til heljarinnar veislu laugardaginn 9. mars milli klukkan 12 og 16 á Laugavegi 170-174 sem og hjá HEKLU notuðum bílum að Kletthálsi 16.

Veltibíllinn sívinsæli mætir á Laugaveginn og býður gestum uppá snúning en fyrir krakkana verður líka andlitsmálning í boði auk þess sem blöðrulistamenn sýna listir sína.

Ljúffengir kleinuhringir frá Krispy Kreme verða í boði á meðan birgðir endast og auðvitað safar og gos til að skola þeim niður með.

Margvísleg tilboð verða á bæði nýjum sem notuðum bílum frá HEKLU og aukahlutum. Þar má nefna sérstök veftilboð á Volkswagen e-Golf, Audi Q7 e-tron, Skoda Karoq, Mitsubishi Eclipse og fleiri nýjum bílum. Notaðir bílar HEKLU á Kletthálsinum bjóða vel valda gullmola á sértilboði og á aukahlutum verður 20% afsláttur af öllum þverbogum, hjóla- og skíðafestingum auk annarra tilboða.

Í marsmánuði verður skemmtilegur páskaleikur í gangi í HEKLU þar sem þú getur mætt á svæðið og talið páskaeggin í skottinu á æðislegum appelsínugulum Volkswagen Polo og skráð þig til leiks á heimasíðu HEKLU. Vikulega verða dregin út tvö páskaegg frá Góu og hvorki meira né minna en 100.000 króna inneign í aukahlutaverslun HEKLU!

„Opið er allan sólarhringinn í nýrri og glæsilegri vefverslun HEKLU og þar er hægt að skoða úrval bíla sem til eru á staðnum, eða eru á leiðinni til landsins, frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Hægt er að skoða staðalbúnaðinn, hvaða aukabúnaður fylgir bílunum og hvað þeir kosta. Þú getur pantað þér þinn uppáhaldsbíl á vefnum. Í vefversluninni er einnig hægt að skoða úrvalið á aukahlutum frá öllum okkar merkjum, ganga frá kaupum og fá þá heimsenda. Þetta er mjög spennandi þróun sem við vonum að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri og hvetur fólk til að líta við í veisluna á laugardaginn.

Breyttur afgreiðslutími HEKLU frá og með 1. mars

Frá og með 1. mars 2019 verða afgreiðslutímar HEKLU sem hér segir:

Söludeildir nýrra og notaðra bíla eru opnar:

alla virka daga frá klukkan 10.00 - 17.00 
og laugardaga frá klukkan 12.00 - 16.00

Afgreiðslutími verkstæðismóttöku 

alla virka daga frá klukkan 7.45 - 17.00.

Varahlutaverslun og smurþjónusta er opin 
alla virka daga frá klukkan 8.00 - 17.00

Vinsamlegast athugið að símaþjónusta varahlutadeildar er opin milli 8:00 og 17:00 alla virka daga.

 

 

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um Procar

Vegna umfjöllunar varðandi breytingar á vegmælum bíla sem verið hafa verið í eigu Procar.

Þetta mál kom Heklu hf. mjög á óvart og ekki er vitað hvaða búnaður var notaður við téðar vegmælisbreytingar. Gagnaöflun stendur yfir varðandi umfang og eðli þessara breytinga sem gætu átt við bíla sem Hekla hefur selt. Samkvæmt upplýsingum í lok febrúar er um óverulegan fjölda bíla innflutta af Heklu að ræða.

Þegar Hekla hefur fengið staðfesta eigendasögu seldra bíla sem gætu fallið undir þetta mál verður haft samband við núverandi eigendur þeirra bíla sem við á. Hekla mun standa með sínum viðskiptavinum í þessu máli og hafa þeirra hagsmuni að leiðarljósi.

Ráðlegging til viðskiptavina

Komi upp grunur um að bíll okkar vörumerkja hafi breytta stöðu vegmælis munum við aðstoða við að leita misræmis og merkis um breytingar eftir þeim leiðum sem okkur eru færar, með könnun í tölvukerfi bílsins og með skoðun þjónustuskráninga. Verkferli er í vinnslu.

Viðbrögð við sannaðri vegmælisbreytingu

Finnist og sannist misræmi/stöðubreyting vegmælis í bíl sem fellur undir þetta mál verður Hekla viðskiptavinum sínum innan handar með að fá lausn sinna mála í samræmi við lög og reglur.

Einnig skal bent á að þegar bíll kemur til viðhalds- eða viðgerðaþjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila, eða sjálfstæðu verkstæði ætti rétt notkun þjónustuupplýsingakerfis að skilja eftir skráningu á stöðu vegmælis í miðlægan grunn sem getur nýst til að sannreyna réttmæti, eða varpa grun á fölsun.

Ef frekari spurningar vakna má senda fyrirspurn á hekla@hekla.is en í fyrirspurninni þarf að koma fram nafn eiganda bílsins, sími, netfang og bílnúmer. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.

Sérhæfðir bifvélavirkjar

Á dögunum luku biðvélavirkjarnir Gísli Þór Sigurðsson, Ísak Gunnarsson og Magnús Óskar Guðnason námskeiði hjá Mitsubishi með afburðaárangri og afhenti Magnús Eysteinn Halldórsson þeim viðurkenningu við þetta skemmtilega tækifæri.

Bifvélavirkjarnir sem útskrifast núna eru með alla þá þekkingu sem þarf til að gera við háspennukerfi Mitsubishi, eins eru þeir með þekkingu til að gera við rafhlöður í Mitsubishi Outlander og hafa fengið allar upplýsingar um nýjungar sem koma fram árið 2019. Til viðurkenningar og staðfestingar fengu þeir viðurkenningarskjal. 

Á hverju ári keppist starfsfólk HEKLU í að viða að sér sértækri þekkingu um vörumerkin og sitja símenntunarnámskeið um allan heim.

Skoda Kodiaq Scout er mættur á svæðið!

Laugardaginn 26. janúar verður sýning á Skoda Kodiaq Scout. Þessi harðgerði töffari er fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur og 190 hestöfl. Hann er með off road stillingu og meðal staðalbúnaðar eru 19" álfelgur, silfurlitir þakbogar, Scout stuðarar og leðurklætt aðgerðarstýri með hita.

Komdu í Skoda salinn í HEKLU á morgun milli kl.12 og 16 og kynntu þér nýju útfærsluna á þessum vinsæla jeppa.

Frekari upplýsingar

 

Mitsubishi Eclipse Cross - hannaður til sigurs!

Jepplingurinn Mitsubishi Eclipse Cross var nýverið valinn bíll ársins 2019 af helstu bílasérfræðingum Japans. Verðlaunin eru veitt af RJC (Automotive Researcher´s and Journalist´s Conference of Japan), samtökum sérfræðinga og blaðamanna bílaiðnaðarins þar í landi sem hafa verið starfrækt síðan 1990. Þessi virtu verðlaun eru veitt af dómnefnd sérfræðinga RJC og sigurvegarinn er valinn úr hópi allra japanskra bílategunda sem koma á markað innanlands á tímabilinu 1. nóvember 2017 og 31. október 2018. Haft var eftir dómnefndinni að Eclipse Cross státaði af frábærri samþættingu glæsilegrar hönnunar og einstakra aksturseiginleika

Að innan sem utan vekur Eclipse Cross athygli fyrir djarfa og glæsilega hönnun. Ytra útlit sker sig út með vel heppnaðri blöndu fólksbíls og jeppa og innanrými er einstaklega glæsilegt. S-AWC fjórhjóladrifið er aðalsmerki Mitsubishi sem gefur einstaka aksturseiginleika og tryggir öryggi með mismunandi akstursstillingum sem henta ólíkum aðstæðum. Eclipse Cross er snjallsímavænn með þægilegum stjórnbúnaði og stórum LCD upplýsingaskjá og staðalbúnaður bílsins inniheldur flest það sem hugurinn girnist.

Þetta eru ekki einu hönnunarverðlaunin sem Eclipse Cross hefur öðlast en hann er handhafi alþjóðlegu Good Design verðlaunanna þar sem hann þótti bera af fyrir djarfa og eftirtektarverða hönnun. Þess má einnig geta að í Eclipse Cross er öryggið í fyrirrúmi en hann er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP og JNCAP.

Um þessar mundir er 300.000 kr. kjarakaupaafsláttur af Eclipse Cross sem gildir til 15. febrúar en honum fylgir einnig tveggja ára þjónustuskoðun.

Eclipse Cross á Kjarakaupum

Meira um Eclipse Cross

Sýningarsalur nýrra bíla: www.hekla.is/vefverslun

 

Besta ár í sögu sölu Audi bíla á Íslandi

Annað árið í röð hefur  Audi slegið sölumet sitt en frá því að innflutningur hófst á Audi bílum hafa aldrei selst fleiri bílar á einu ári en á árinu 2018. 305 Audi bílar seldust á árinu og þar af 294 til einstaklinga og fyrirtækja sem gerir Audi að mest selda þýska lúxusbílamerkinu á einstaklingsmarkaði.

53,3% allra seldra bíla hjá HEKLU árið 2018 eru í flokki vistvænna bíla  en þegar aðeins er litið til Audi var 65% af allri sölu merkisins á árinu 2018 tengiltvinnbílar. Félagarnir A3 e-tron og Q7 e-tron áttu stærstan hlut í því en þeir ganga báðir fyrir rafmagni og bensíni – og dísil. Audi tengiltvinnbílar eru með langa drægni, frábæra aksturseiginleika og aðstoðarkerfi fyrir ökumann, þeir eru umhverfisvænir og fullkomnir fyrir fólk á ferðinni.

Miklar væntingar eru til Audi á nýju ári en meðal nýjunga má nefna Audi e-tron quattro sem forsýndur var í desembermánuði. Þar er á ferðinni fyrsti al-rafmagnaði fjöldaframleiddi Audi bíllinn og um er að ræða fjórhjóladrifinn jeppa með drægni yfir 400 kílómetra samkvæmt nýju WLTP mælingarstöðlunum. Spennan hefur verið mikil og nú þegar hafa hátt í hundrað manns forpantað bílinn sem kemur til Íslands á vormánuðum 2019.

Opnunarsýning Kjarakaupa HEKLU laugardaginn 5. janúar 2019

Árið 2019 fer af stað með frábærum kjörum á nýjum bílum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins.

HEKLA bíður nú úrval nýrra bíla á sérstökum kjaraupum og blæs að því tilefni til sýningar milli klukkan 12:00 og 16:00 laugardaginn 5. janúar 2019 í húsakynnum sínum að Laugavegi 170 - 174. Líttu við, skoðaðu úrvalið og hver veit nema þú byrjir árið á nýjum bíl frá HEKLU.

Hægt er að skoða úrval kjarakaupabíla á sýningasal okkar á netinu: www.hekla.is/kjarakaup

Opnunarsýning Kjarakaupa HEKLU laugardaginn 5. janúar

Árið 2019 fer af stað með frábærum kjörum á nýjum bílum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins.

HEKLA bíður nú úrval nýrra bíla á sérstökum kjaraupum og blæs að því tilefni til sýningar milli klukkan 12:00 og 16:00 laugardaginn 5. janúar 2019 í húsakynnum sínum að Laugavegi 170 - 174. Líttu við, skoðaðu úrvalið og hver veit nema þú byrjir árið á nýjum bíl frá HEKLU.

Hægt er að skoða úrval kjarakaupabíla á sýningasal okkar á netinu: www.hekla.is/kjarakaup

Varahlutaverslun HEKLU

Varahlutaverslun HEKLU hefur flutt sig um stað og nú er gengið inn í verslunina Laugavegsmegin inn um aðalinngang HEKLU.

Sjáumst hress og kát á nýjum stað á nýju ári.