Fara í efni

Fréttir

Varðandi innköllun á Mitsubishi bílum

Hekla hefur tilkynnt um innköllun á 1657 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse Cross (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018). Um er að ræða tvær innkallanir sem í einhverjum tilvikum skarast. Ástæða innkallananna er sú að við eftirlit kom í ljós villa í hugbúnaði annars vegar fyrir stöðugleikakerfi sem gæti haft áhrif á að ABS hemlakerfi virki ekki sem skyldi og hins vegar í árekstrarmildun að framan (FCM e. forward-collision mitigation System) sem gæti aukið hættu á að ekið sé aftan á bifreiðina. 

 

Hekla vill koma því á framfæri að innkallanir eru þekkt fyrirbæri og ekkert óeðlilegt að þær snerti marga bíla hjá bíltegundum sem hafa verið vinsælar eins og Mitsubishi. Til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt hafa framleiðeindur stranga staðla um framkvæmd innkallana og því þarf viðurkenndur þjónustuaðili að framkvæma innköllun. 

Þær innkallanir sem hér um ræðir tengjast hugbúnaði og má líkja við uppfærslur sem flestir þekkja frá t.d. farsímum. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu sem tekur um það bil 20 mínútur og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Eigendum þeirra bíla sem um ræðir verður sent bréf þess efnis. Viljir þú vita hvort innköllunin eigi við um þinn bíl, vinsamlegast sendu tölvupóst á upplysingar@hekla.is.  

 

 

Kodiaq og Karoq - SUV-bræðurnir frá Skoda!

Fyrsti sportjeppinn frá Skoda var Skoda Kodiaq sem var frumsýndur sumarið 2016 og hefur slegið heim um allan heim. Í október í fyrra kom jepplingurinn Skoda Karoq á sjónarsviðið og með komu hans var næsta áfanga í framtíðarsýn Skoda náð en bílaframleiðandinn hyggst breikka bílaflotann til muna næstu árin og auka framboðið í flokki sportjeppa og jepplinga.

Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Skoda Kodiaq margverðlaunaður. Hann er með hæstu mögulega einkunn, eða fimm stjörnur, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Í ár var hann kjörinn jeppi ársins oaf Auto Express, annað árið í röð, og í fyrra hlaut hann virtu verðlaunin What Car? Sem jeppi ársins. Kodiaq státar einnig af Top Gear verðlaununum sem besti bíllinn fyrir stórar fjölskyldur árið 2016.

Líkt og stóri bróðir hefur Karoq vakið mikla lukku og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann kom sá og sigraði í flokki jepplinga í ‘Best Car?,’ hlaut hin eftirsóttu Autonis hönnunarverðlaun fyrir bestu nýju hönnunina í SUV-flokki, er handhafi Golden Steering Wheel og skartar fimm stjörnum í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

 

Meira um Kodiaq og Karoq

 

 

HEKLA er framúrskarandi fyrirtæki

HEKLA hf. tók á dögunum við viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 en þetta er annað árið í röð sem Hekla tekur á móti þessari viðurkenningu. 

Um 2% íslenskra fyrirtækja koma til greina sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 en Creditinfo veitti á dögunum téða viðurkenningu í níunda sinn. Hekla hf. er meðal þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Hörpunni á dögunum og tók Hjördís María Ólafsdóttir markaðsstjóri Heklu hf. við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. 

Samkvæmt Creditinfo er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa en til grundvallar liggja ávallt síðustu þrjú rekstrarár.

„Við hjá Heklu tökum stolt við viðurkenningu Creditinfo sem eitt af þeim 2% íslenskra fyrirtækja er hljóta titilinn Framúrskarandi fyrirtæki 2018. Það er afar ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu og sýnir að bílaumboð eiga fullt erindi þarna inn. Starfsfólk Heklu leggur hart að sér til að sinna góðu starfi og það sannar sig hér,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Hörkutilboð á Mitsubishi L200 pallbílum hjá HEKLU!

Vinsæla hörkutólið L200 býðst nú á sérstöku hausttilboði frá kr. 4.990.000 með þremur mismunandi aukahlutapökkum að verðmæti 500.000 til 1.000.000 kr á 50% afslætti.

Tilboðið gerir ráð fyrir 33'' breytingarpakka með upphækkun sem gerir þá afar skemmtilega í akstri og skerpa á glæsilegu útlitinu

HÖRKUPAKKI A: 

Upphækkun, Goodyear 33''  jeppadekk, gluggahlíf og húddhlíf.   Verðmæti: 505.000.  Tilboðsverð: 250.000.   Afsláttur 51%.

HÖRKUPAKKI B: 

Upphækkun, Goodyear 33''  jeppadekk, styrkt palllok, gluggahlíf og húddhlíf.   Verðmæti: 915.000.  Tilboðsverð: 450.000.   Afsláttur 51%.

HÖRKUPAKKI C: 

Upphækkun, Goodyear 33''  jeppadekk, vandað pallhús, gluggahlíf og húddhlíf.   Verðmæti: 991.000.  Tilboðsverð: 500.000.   Afsláttur 51%.

 DÆMI:

  • L200 Instyle, sjálfskiptur og leðurklæddur með HÖRKUPAKKA A (upphækkaður 33''): Fullt verð: 6.795.000 kr. Tilboðsverð: 6.340.000 kr. Afsláttur: 455.000
  • L200 Intense, sjálfskiptur með HÖRKUPAKKA B (upphækkaður 33´´, með styrktu pallloki). Fullt verð: 6.765.000kr. Tilboðsverð: 6.100.000 kr. Afsláttur: 665.000
  • L200 Intense,beinskiptur með HÖRKUPAKKA C Upphækkaður 33'' beinskiptur með vönduðu húsi á pallinn. Fullt verð: 6.181.000kr. Tilboðsverð: 5.490.000kr.  Afsláttur: 691.000

L200 4x4 er fullkomin blanda fólks- og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, er með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3.1 tonn og 450 Nm togkraft. Þessir eiginleikar bílsins gera hann afar aðlaðandi fyrir athafnasamt fólk, hvort sem um ræðir krossara, veiðimenn, hestafólk, verktaka eða golfara enda auðvelt að breyta L200 með aukahlutum sem henta hverjum og einum.

 L200 með pallloki

Vargurinn Snorri Rafnsson er einn af fjölmörgum hæstánægðum L200 eigendum en í ágúst fékk hann afhent eintak með glæsilegu pallhúsi sem er sérsniðið að hans þörfum og hefur ferðast á pallbílnum um landið þvert og endilangt og sinnt bæði hugðarefnum sínum og atvinnu. 

Í sumar var L200 valinn pallbíll ársins af virta bílablaðinu Auto Express fjórða árið í röð – afrek sem enginn annar pallbíll hefur leikið eftir.

 Nánar um L200:

Viltu símtal?

64% ALLRA NÝRRA HEKLU BÍLA SEM SELDIR ERU TIL EINSTAKLINGA ERU VISTVÆNIR!

Hekla hefur síðustu misseri verið annað stærsta bílaumboðið þegar kemur að sölu til einstaklinga með tæp 22% markaðshlutdeild. Ríflega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hefur selt til einstaklinga það sem af er ári hafa verið vistvænir. Þetta er áhugaverð þróun sem sýnir gríðarlegan áhuga neytenda á vistvænum möguleikum þegar kemur að bílakaupum.

Þegar litið er á sölu vistvænna bíla frá upphafi árs til dagsins í dag þá ber Hekla höfuð og herðar yfir önnuð umboð með 56,09% af heildarmarkaði en það umboð sem næst kemur er með 18,63%. Bílar frá Heklu eru þeir mest seldu í flokki tengiltvinn- og metanbíla en þegar kemur að hreinum rafmagnsbílum vermir Volkswagen annað sætið með 26% nýrra rafmagnsbíla.

Heklumerki eiga 61.5% markaðshlutdeildar af nýskráðum tengiltvinnbílum á árinu og mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi er Mitsubishi Outlander PHEV en tæp 39% allra seldra bíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eru af þeirri tegund. Volkswagen er einnig sterkt merki þegar kemur að tengiltvinnbílum með rúmlega 13% markaðshlutdeild. Forskot Heklu er þó mest áberandi í flokki metanbíla en hver einn og einasti metanbíll sem fluttur hefur verið til landsins það sem af er ári kemur frá vörumerkjum Heklu sem þýðir 100% markaðshlutdeild. Skoda er þar með 66% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir. Þessa tölur sýna glögglega að Hekla er leiðandi í sölu vistvænna bíla og undirstrika einstaklega breitt úrval fyrirtækisins á grænum farkostum. 

HEKLA býður afmælisbörnum á tónleika

Um þessar myndir fagnar HEKLA þeim merka áfanga að hafa verið starfandi í ein 85 ár. Saga fyrirtækisins er vörðuð skemmtilegum tímamótum sem hafa mótað starfsemina eins og hún er í dag.

Árið 1952 tók HEKLA að sér umboð fyrir Volkswagen á Íslandi. 1970 hófst innflutningur á Audi og 9 árum síðar var komið að Mitsubishi. Árið 1998 bættist Skoda í hópinn og í dag eru þetta þau fjögur merki sem HEKLA hefur umboð fyrir.

Í tilefni þessa stórafmælis kviknaði sú hugmynd að gleðja hin afmælisbörn ársins. Upplifun varð fyrir valinu og því var ákveðið að bjóða öllum 85 ára borgurum höfuðborgarsvæðisins til tónleika með valinkunnu tónlistafólki í Hörpu föstudagskvöldið 12. október. Hugmyndin var sú að notalegur tónlistarviðburður myndi höfða til þess fjölbreytta hóps sem fagnar afmælinu með okkur. Við vonumst til að sjá sem flesta og óskum 85 ára afmælisbörnum landsins til hamingju. 

Touareg og T-Roc bestir í sínum flokki!

Tveir af meðlimum jeppafjölskyldunnar okkar hrepptu á dögunum fyrsta sætið í sínum flokki í vali á bíl ársins 2019. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem stendur að þessu árlega vali og tilkynnt var um úrslitin í húsnæði Blaðamannafélags Íslands.

Volkswagen Touareg hlaut fyrsta sætið í flokki stærri jeppa og flokki minni jeppa hreppti flunkunýr Volkswagen T-Roc hnossið. Touareg var kynntur til sögunnar árið 2002 en T-Roc er sá allra nýjasti í Volkswagen fjölskyldunni og var frumsýndur á Íslandi í febrúar.

Nýr Mitsubishi Outlander PHEV frumsýndur!

Laugardaginn 29. september frumsýnir HEKLA nýjan og enn betri Mitsubishi Outlander PHEV. Sýningin er haldin í Mitsubishi-salnum að Laugavegi 170 – 174 og stendur frá kl. 12 – 16.

Outlander PHEV hefur notið mikilla vinsælda frá kynningu bílsins árið 2013 og er mest seldi bíllinn á Íslandi í dag. Frá upphafi hefur Outlander PHEV verið í stöðugri þróun til að tryggja áframhaldandi stöðu meðal fremstu tengiltvinnbíla. Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á nýjum Outlander PHEV eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og snúa að meiri sparneytni og afkastagetu. Þannig státar hann nú af enn meiri sparneytni og bættum aksturseiginleikum, auknum afköstum, endurbættu aldrifi og meiri þægindum á öllum sviðum.

Aukin afköst rafhlöðunnar skila því að drægni Outlander PHEV í hreinni rafstillingu er nú 45 kílómetrar og meðaleldsneytiseyðsla bílsins er nú 2,0 l/km og losun koltvísýrings er aðeins 46 g/km. Hvað varðar akstursupplifun þá hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á aflstýringu og spólvörn auk þess sem ný sport-stilling skilar skarpara viðbragði og auknu gripi. Önnur nýjung sem eflaust mun nýtast Íslendingum vel er snjóstilling sem auðveldar bílnum að taka af stað og beygja þegar grip er lítið á sleipu yfirborði.

Við hvetjum alla til að koma og njóta dagsins með okkur, gæða sér á léttum veitingum og kynna sér kosti nýs Outlander PHEV.

Fullt hús jeppa og jepplinga hjá HEKLU.

Fullt hús jeppa og jepplinga í HEKLU.

Á laugardaginn, 15. september, hefjast jeppa- og jepplingadagar í HEKLU, Laugavegi 170. Úrval glæsilegra bíla frá Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi verða til sýnis og frábær tilboðsverð í gangi. Aukahlutapakki fylgir öllum nýjum jeppum og jepplingum út september.

Léttar veitingar verða á boðstólum og hinir ungu og efnilegu tónlistarmenn Jói P. og Króli taka lagið klukkan 14.

Opið milli klukkan 12-16 á laugardag. Sjáumst! 

Viðburðurinn á Facebook.

Nýr Touareg frumsýndur.

Nýr og öflugri Touareg er mættur. Þægindin eru meiri en þú hefur áður kynnst og aksturseiginleikarnir engu líkir. Fjölmörg aðstoðarkerfi eru staðalbúnaður og í mælaborðinu finnur þú 12“ aðgerðaskjá með raddstýringu. Ný og framúrskarandi tækni í Touareg gera aksturinn enn betri, þægilegri og öruggari.

Komdu og gæddu þér á léttum veitingum, hlustaðu á ljúfa jazztóna og skoðaðu nýjan Touareg í návígi milli klukkan 17 og 19 á fimmtudaginn í HEKLU.

Hlökkum til að sjá þig!