Fara í efni

Fréttir

Uppboð á Vargsbílnum!

Sunnudaginn 26. ágúst klukkan 13.30 hefst uppboð á geggjuðum Mitsubishi L200 pallbíl sem var áður í eigu Vargsins. Bíllinn hefur lent í trylltum ævintýrum með fyrrum eiganda sínum en er vel með farinn og ægifagur. Upphafsboð er 5.350.000 kr.

L200 4x4 er fullkomin blanda fólks og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3,1 tonn og 450 Nm togkraft. Meðal búnaðar í uppboðsbílnum má nefna skyggðar rúður, bakkmyndavél og sjálfvirka loftkælingu. Viðbótarbúnaður bílsins er 32'' dekk, pallhús, útdraganleg skúffa og dráttarkrókur. Verðmæti bílsins með aukahlutum er 6.030.000 kr.

Uppboðið verður haldið í Mitsubishi salnum að Laugavegi 170. Allir velkomnir!

Vargurinn og Mitsubishi bjóða til veislu!

Sunnudaginn 26. ágúst ætla Mitsubishi og Vargurinn Snorri Rafnsson að taka höndum saman og halda heljarinnar pallbíla- og veiðiveislu. Vargurinn fékk nýverið afhentan glænýjan og glæsilegan Mitsubishi L200 sem hann ætlar að kynna. Bíllinn er heilmerktur með Sitka camo mynstri, hlaðinn aukabúnaði sem hentar eigandanum og er sá eini sinnar tegundar í heiminum.

Viðburðurinn stendur milli 12 – 15 og á staðnum verða að sjálfsögðu L200 pallbílar í ýmsum útfærslum. Vargurinn sýnir nýja bílinn í bland við hinar ýmsu veiðigræjur og flunkuný myndbönd af nýjustu ævintýrunum. Á borðstólum verða safaríkir Vargsborgarar og svalandi drykkir.

Allir velkomnir!

Afgreiðslutímar HEKLU um verslunarmannahelgina

Lokað er hjá HEKLU bílaumboði laugardaginn 4. ágúst.

 Afgreiðslutími um verslunarmannahelgina:

 • Laugardagur   4. ágúst  LOKAÐ
 • Sunnudagur   5. ágúst   LOKAÐ
 • Mánudagur     6. ágúst  LOKAÐ
 • Þriðjudagur     7. ágúst   OPIÐ - hefðbundinn afgreiðslutími

Umhverfisvænt samstarf HEKLU og IKEA.

HEKLA og IKEA hafa hrundið af stað samstarfsverkefninu „Þvílíkt lán“ sem gengur út á að lána viðskiptavinum IKEA bíl til að koma innkaupavörum sínum heim.

Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða þar sem HEKLA lánar viðskiptavinum IKEA sívinsæla tengiltvinnbílinn Mitsubishi Outlander PHEV í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja IKEA vörurnar heim.

Outlander PHEV gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er umhverfisvænn farkostur ásamt því að vera einkarrúmgóður. Það er í takt við þær umhverfisvænu línur sem IKEA hefur lagt með uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir viðskiptavini sína.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA og HEKLA taka höndum saman en í ágúst 2016 sameinuðust fyrirtækin í því að setja upp tíu hleðslustöðvar fyrir raf- og tengiltvinnbíla. Í dag eru hleðslustöðvarnar fyrir viðskiptavini IKEA orðnar 60 talsins við verslunina og er verslunin í algjörum sérflokki í að útvega viðskiptavinum sínum fría hleðslu á meðan verslað er. Með samstarfinu við HEKLU geta viðskiptavinir IKEA bætt um betur og hlaðið lánsbílinn af vörum og ekið þeim heim á vistvænum bíl.

L200 pallbíll ársins fjórða árið í röð!

Hörkutólið Mitsubishi L200 er fullkomin blanda fólks- og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, er með hátt og lágt drif og kröftug yfirbyggingin og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins.

Nýverið var L200 valinn pallbíll ársins af virta bílablaðinu Auto Express fjórða árið í röð – afrek sem enginn annar pallbíll hefur leikið eftir. Haft var eftir Steve Fowler, yfirritstjóra Auto Express, að enginn keppinautanna væri jafn fjölhæfur, vel útbúinn og hagstæður og hörkutólið L200 og því erum við hjartanlega sammála.

Nánar um L200:

https://www.mitsubishi-motors.is/l200/#!carconfigurator

HEKLA poppar upp í Eyjum!

Miðvikudaginn 4. júlí leggur bílafloti HEKLU land undir fót og heldur til Vestmannaeyja.

Þar verður HEKLA á ferðinni í miðbænum seinnipartinn með úrval glæsilegra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Reynsluakstur verður í boði og sölumenn verða á staðnum til að svara spurningum. Þeir sem mæta geta tekið þátt í einföldum leik sem kynntur verður á staðnum. Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út í lok júlí og fær hann afnot af HEKLU bíl í fríinu. Sumarglaðningur í boði fyrir hressa krakka á meðan birgðir endast.

Team Skoda með silfur!

Hjólagarparnir okkar í Team Skoda hrepptu í dag annað sætið í hinni árlegu WOW cyclothon hjólreiðakeppni. Föngulegur hópurinn samanstendur af þeim Garðari Smárasyni, Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Rúnari Jónssyni, Ingvari Ómarssyni, Jan Willem Groeneweld, Elvari Erni Reynissyni, Sigurði Hansen, Sigurði Borgari, Kristjáni Sigurðssyni, Sigurði Hansen, Stefáni H. Erlingssyni, Guðmundi Ásgeirssyni og Gunnlaugi Jónssyni.

Team Skoda tók fyrst þátt árið 2014 en tenging Skoda við hjólreiðar er sterk enda fyrirtækið stofnað af hjólreiðaframleiðendunum Laurin og Klement árið 1985. Þetta er í fjórða sinn sem Team Skoda tekur þátt í keppninni og annað skiptið sem þeir hljóta silfrið. Tíminn í ár var 35:06:03 og HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur. 

Team HEKLA í WOW cyclothon!

HEKLA kynnir með stolti hjólahópinn Team Hekla sem ætlar að spreyta sig í árlegu WOW cyclothon hjólakeppninni. Þetta er glæsilegur hópur tíu dugnaðarforka úr mismunandi deildum fyrirtækisins sem er að taka þátt í fyrsta sinn fyrir HEKLU hönd.

Liðsmenn Team HEKLU eru:

 • Pálmi Blængsson söluráðgjafi Volkswagen,
 • Haukur Gíslason bifvélvirki,
 • Sylvía Reynisdóttir gjaldkeri,
 • Atli Rúnar Steinþórsson sölustjóri varahlutaverslunar,
 • Gísli Elíasson verkstjóri smur- og hraðþjónustu,
 • Símon Orri Sævarsson viðskiptastjóri fyrirtækjasölu,
 • Jón Ragnar Gunnarsson fyrrum þjónusturáðgjafi,
 • Hjörleifur L. Hilmarsson bifvélavirki, aldursforseti hópsins en ku vera í besta hjólaforminu,
 • Margeir Kúld Eiríksson söluráðgjafi Volkswagen
 • Óðinn Ólafsson bifvélavirki.

Meðlimum hópsins er margt lista lagt og innan þeirra leynist maraþonhlaupari, slökkviliðsmaður, hestamaður, utanvegahlaupari og mótorkrossari. Auk þess að eiga hjólreiðaáhugann sameiginlegan eru þau að sjálfsögðu öll forfallið bílaáhugafólk.

Team Hekla leggur í hann klukkan sjö í kvöld og hér er hægt að fylgjast með framvindu mála: https://siminn.is/lendingarsidur/wowcyclothon

Lokað á laugardag.

Kæru viðskiptavinir.

Laugardaginn 16. júní er lokað hjá HEKLU.
Sjáumst hress á mánudaginn.

Áfram Ísland!

Kær kveðja,
starfsfólk HEKLU

HEKLA á leið um landið

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið.

Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.

 Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Selfossi. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur.

„Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en tveir til þrír staðir verða heimsóttir á dag,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen. „Það verða 10 bílar í hringferðinni og munum við bjóða fólki upp á reynsluakstur á hverjum stað. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar.

Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU (https://www.facebook.com/hekla.is) þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.

Hekla verður á eftirfarandi stöðum:

Sunnudagurinn 10. júní 2018

 • Hvammstangi frá kl. 14-15 | Við Félagsheimilið
 • Blönduós frá kl. 17-18 | N1
 • Skagaströnd frá kl. 20-21 | Olís

Mánudagurinn 11. júní 2018

 • Sauðárkrókur frá kl. 10-13 | KS verkstæði
 • Siglufjörður frá kl. 16-18 | Olís
 • Dalvík frá kl. 20-21 | N1

Þriðjudagurinn 12. júní 2018

 • Akureyri kl. 10-13 | Höldur
 • Húsavík frá kl. 15-16 | N1
 • Neskaupstaður frá kl. 20-21 | Olís

Miðvikudagurinn 13. júní 2018

 • Reyðarfjörður frá kl. 11:00-11:30 | Olís
 • Reyðarfjörður frá kl. 11:30-12:30 | Álverið
 • Egilsstaðir frá kl. 16 - 18 | Bílaverkstæði Austurlands

Fimmtudagurinn 14. júní 2018

 • Höfn í Hornafirði frá kl. 8.00-10.00 | Olís
 • Selfoss frá kl. 16.00 -18:00 | Bílasala Selfoss