Fara í efni

Fréttir

HEKLA poppar upp í Eyjum!

Miðvikudaginn 4. júlí leggur bílafloti HEKLU land undir fót og heldur til Vestmannaeyja.

Þar verður HEKLA á ferðinni í miðbænum seinnipartinn með úrval glæsilegra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Reynsluakstur verður í boði og sölumenn verða á staðnum til að svara spurningum. Þeir sem mæta geta tekið þátt í einföldum leik sem kynntur verður á staðnum. Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út í lok júlí og fær hann afnot af HEKLU bíl í fríinu. Sumarglaðningur í boði fyrir hressa krakka á meðan birgðir endast.

Team Skoda með silfur!

Hjólagarparnir okkar í Team Skoda hrepptu í dag annað sætið í hinni árlegu WOW cyclothon hjólreiðakeppni. Föngulegur hópurinn samanstendur af þeim Garðari Smárasyni, Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Rúnari Jónssyni, Ingvari Ómarssyni, Jan Willem Groeneweld, Elvari Erni Reynissyni, Sigurði Hansen, Sigurði Borgari, Kristjáni Sigurðssyni, Sigurði Hansen, Stefáni H. Erlingssyni, Guðmundi Ásgeirssyni og Gunnlaugi Jónssyni.

Team Skoda tók fyrst þátt árið 2014 en tenging Skoda við hjólreiðar er sterk enda fyrirtækið stofnað af hjólreiðaframleiðendunum Laurin og Klement árið 1985. Þetta er í fjórða sinn sem Team Skoda tekur þátt í keppninni og annað skiptið sem þeir hljóta silfrið. Tíminn í ár var 35:06:03 og HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur. 

Team HEKLA í WOW cyclothon!

HEKLA kynnir með stolti hjólahópinn Team Hekla sem ætlar að spreyta sig í árlegu WOW cyclothon hjólakeppninni. Þetta er glæsilegur hópur tíu dugnaðarforka úr mismunandi deildum fyrirtækisins sem er að taka þátt í fyrsta sinn fyrir HEKLU hönd.

Liðsmenn Team HEKLU eru:

 • Pálmi Blængsson söluráðgjafi Volkswagen,
 • Haukur Gíslason bifvélvirki,
 • Sylvía Reynisdóttir gjaldkeri,
 • Atli Rúnar Steinþórsson sölustjóri varahlutaverslunar,
 • Gísli Elíasson verkstjóri smur- og hraðþjónustu,
 • Símon Orri Sævarsson viðskiptastjóri fyrirtækjasölu,
 • Jón Ragnar Gunnarsson fyrrum þjónusturáðgjafi,
 • Hjörleifur L. Hilmarsson bifvélavirki, aldursforseti hópsins en ku vera í besta hjólaforminu,
 • Margeir Kúld Eiríksson söluráðgjafi Volkswagen
 • Óðinn Ólafsson bifvélavirki.

Meðlimum hópsins er margt lista lagt og innan þeirra leynist maraþonhlaupari, slökkviliðsmaður, hestamaður, utanvegahlaupari og mótorkrossari. Auk þess að eiga hjólreiðaáhugann sameiginlegan eru þau að sjálfsögðu öll forfallið bílaáhugafólk.

Team Hekla leggur í hann klukkan sjö í kvöld og hér er hægt að fylgjast með framvindu mála: https://siminn.is/lendingarsidur/wowcyclothon

Lokað á laugardag.

Kæru viðskiptavinir.

Laugardaginn 16. júní er lokað hjá HEKLU.
Sjáumst hress á mánudaginn.

Áfram Ísland!

Kær kveðja,
starfsfólk HEKLU

HEKLA á leið um landið

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið.

Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.

 Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Selfossi. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur.

„Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en tveir til þrír staðir verða heimsóttir á dag,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen. „Það verða 10 bílar í hringferðinni og munum við bjóða fólki upp á reynsluakstur á hverjum stað. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar.

Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU (https://www.facebook.com/hekla.is) þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.

Hekla verður á eftirfarandi stöðum:

Sunnudagurinn 10. júní 2018

 • Hvammstangi frá kl. 14-15 | Við Félagsheimilið
 • Blönduós frá kl. 17-18 | N1
 • Skagaströnd frá kl. 20-21 | Olís

Mánudagurinn 11. júní 2018

 • Sauðárkrókur frá kl. 10-13 | KS verkstæði
 • Siglufjörður frá kl. 16-18 | Olís
 • Dalvík frá kl. 20-21 | N1

Þriðjudagurinn 12. júní 2018

 • Akureyri kl. 10-13 | Höldur
 • Húsavík frá kl. 15-16 | N1
 • Neskaupstaður frá kl. 20-21 | Olís

Miðvikudagurinn 13. júní 2018

 • Reyðarfjörður frá kl. 11:00-11:30 | Olís
 • Reyðarfjörður frá kl. 11:30-12:30 | Álverið
 • Egilsstaðir frá kl. 16 - 18 | Bílaverkstæði Austurlands

Fimmtudagurinn 14. júní 2018

 • Höfn í Hornafirði frá kl. 8.00-10.00 | Olís
 • Selfoss frá kl. 16.00 -18:00 | Bílasala Selfoss

Volkswagen dagurinn

Það verður mikið um dýrðir í HEKLU á Laugavegi á hinum árlega Volkswagen degi enda fagnar HEKLA 85 ára afmæli í ár.

Nýjustu bílarnir verða til sýnis auk nokkurra gersema úr fortíðinni og við bjóðum forpöntunartilboð á nýjum Touareg sem frumsýndur verður í sumar. Á Volkswagen daginn verða líka nokkrir vel valdir sýningarbílar á sérstöku sumartilboðsverði. 

Við bjóðum upp á kaffi frá Kaffitár, svalandi gosdrykki, ís frá Skúbb og á staðnum verða hoppukastalar!

Komdu í HEKLU Laugavegi á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 og gerðu þér glaðan Volkswagen dag með okkur.

Volkswagen dagurinn verður samtímis haldinn hátíðlegur hjá Bílás Akranesi, BVA Egilsstöðum og Höldi Akureyri.

Viðburður á Facebook // Heimasíða Volkswagen

 

Audi A7 frumsýndur!

Á morgun, laugardaginn 2. júní, frumsýnir Hekla nýjan og glæsilegan Audi A7 sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Audi A7 Sportback er fulltrúi fyrir byltingarkennda hönnun Audi sem jafnframt endurspeglar skyldleikann við quattro fjórhjóladrifið. Það endurspeglast meðal annars fram í einstakri ljósahönnun, uppréttri framhlið, rammanum utan um grillið, hliðarútlínunum sem minna á tveggja sæta sportbíl og listrænni afturhlið. Útsýnisþak er valbúnaður. Það veitir 60% meira útsýni og baðar innanrýmið í dagsbirtu. Þegar útsýnisþakinu er lokað veitir sólhlífin 100% vörn fyrir sólarljósi. Marglitur og fullstýranlegur ljósapakki er valbúnaður sem lagar innanrýmið að ökumanninum. Nákvæmir ljósþræðir undirstrika útlínur og gera mælaborðið meira áberandi; enn fremur gera þeir inngöngu og útgöngu úr bílnum þægilegri í myrkri.

Stjórnbúnaður framtíðarinnar myndar eina hnökralausa heild. Tveir háskerpuskjáir með snertivirkni eru innbyggðir í mælaborðið og eru miðstöð stjórnbúnaðarins. Ökumaður stýrir upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á efri skjánum á meðan neðri skjárinn veitir aðgang að loftræstingu, þægindavirkni og textainnslætti. Aðalljós með A7 áletrun undirstrika framsækið ytra útlit bílsins

Audi TTS verður á staðnum! Sportbíllinn TTS er kraftmikill og spengilegur. Hvert einasta smáatriði er úthugsað. Lágur, breiður, teygður. Engri línu er ofaukið. Vandaður út í gegn með það markmið að vekja hrifningu og aðdáun með kraftmikilli fegurð. Nýr Audi TT er einn framsæknasti bíll okkar tíma.

Kaffitár verður með kaffibar á staðnum og verður kaffi ásamt súkkulaði frá Hafliða konfektgerðarmeistara á boðstólum. Litir og Audi litablöð fyrir krakkana.

Skoða heimasíðu Audi  ///  Skoða Audi á Facebook /// Skoða Audi á Instagram

Mitsubishi á Vestfjörðum!

Í tilefni af Sjómannadeginum verður Mitsubishi bílaflotinn á Ísafirði og Bolungarvík laugardaginn 2. júní. Fremstur meðal jafningja er vinsælasti jepplingurinn 2017; Mitsubishi Outlander PHEV sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni. Pallbíllinn L200 er með 33“ breytingu og er fær í flestan sjó. Snaggaralegi sportjeppinn ASX státar af góðri veghæð, aflmikilli vél og hentar íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Sá nýjasti í Mitsubishi fjölskyldunni er Eclipse Cross sem er nettur en rúmgóður með góða veghæð og hlaðinn staðalbúnaði. 350.000 kr. sumarauki fylgir öllum nýjum Mitsubishi.

Mitsubishi verður á Ísafirði frá kl. 10-16 á Bílaverkstæði SB og á Olísplaninu í Bolungarvík frá kl. 17-20. 

Pylsupartí á árlegum Skoda degi Heklu!

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað hjá  Höldi á Akureyri. Á Laugaveginum verður nóg við að vera og sýningarsalirnir stútfullir af skemmtilegum Skoda bílum.

Sá nýjasti í fjölskyldunni er sportjeppinn Skoda Karoq sem frumsýndur var snemma árs. Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn og margverðlaunaður. Hann kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Í boði eru 1.0 og 1.5 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar auk úrvals auka- og öryggisbúnaðar.

Sumarverð Skoda verður að sjálfsögðu í fullum gangi en stórstjörnurnar Octavia, Superb og Fabia eru nú í boði á stórskemmtilegu og óviðjafnanlegu sumartilboði. Svo má ekki gleyma Octavia RS245, kraftmestu Octaviunni frá Skoda. Um er að ræða 245 hestafla tryllitæki með rafstýrðu mismunadrifi, 19“ felgum, stillanlegri fjöðrun og Panorama glerþaki.

Skoda býður breitt úrval af bílum og við verðum með allt það nýjasta til sýnis á laugardaginn. Ssjóðheitar pylsur verða á grillinu, andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina og ég á von á að þetta verði skemmtilegur dagur að vanda,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri SKODA, sem hvetur fólk til að líta við og skoða úrvalið.

 

Slökktu á fortíðinni og kveiktu á framtíðinni með nýjum Mitsubishi!

Nú hefur Mitsubishi hleypt skemmtilegri sumarherð af stokkunum til að kynna fjölbreytt og hagstætt vöruúrval merkisins. Af þessu tilefni býðst sérstakur sumarauki sem fylgir með öllum nýjum Mitsubishi bílum í sumar að verðmæti 350.000 kr. 

Komdu við og skoðaðu framhjóladrifinn ASX, eyðslugrannan Outlander PHEV, djarfan Eclipse Cross eða grjótharðan L200.