Fara í efni

Fréttir

Ríflega 56% allra nýrra Heklu bíla eru vistvænir!

HEKLA er leiðandi í sölu vistvænna bíla fyrstu fjóra mánuði ársins 2018, rétt eins og síðustu misseri.  Það er sama hvort litið er á rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla eða metanbíla, alls staðar eru bílar frá HEKLU þeir mest seldu.

Mest seldu rafmagnsbílarnir á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins eru frá Volkswagen en rétt tæplega 50% allra nýskráðra rafmagnsbíla eru frá þýska gæðaframleiðandanum. Svipaða sögu má segja um tengiltvinnbíla þar sem 42% allra slíkra eru frá Mitsubishi og Outlander PHEV ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Forskotið er síðan mest áberandi í flokki metanbíla því hver einn og einasti metanbíll sem fluttur var til landsins það sem af er ári er frá merkjum sem HEKLA flytur inn sem þýðir 100% markaðshlutdeild. Skoda er þar með 54% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir.

Raunar er það svo að þegar hlutfall vistvænna bíla af heildarskráningum íslenskra bílaumboða er skoðað, kemur í ljós hvaða bílaumboð leggur mesta áherslu á grænar samgöngur. HEKLA leiðir markaðinn á þessu sviði, en ríflega 56% allra innfluttra bíla frá HEKLU eru vistvænir. Næsta bílaumboð á eftir er með slétt 10%. 

Þegar litið er á sölu til einstaklinga á Íslandi er HEKLA á toppnum með 23% og hefur hækkað úr fjórða sæti á sama tímabili á síðasta ári. Það er því ljóst að íslenskir neytendur kunna vel að meta úrval, þjónustu og áherslu HEKLU á græna samöngumáta og vistvæna bíla.

 

Fréttatilkynning varðandi Polo 2018 frá Volkswagen

Hér meðfylgjandi er fréttatilkynning frá höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi varðandi frétt um Polo 2018. 

11.05.2018

Volkswagen tilkynnir innköllun á nýjustu kynslóð af Polo vegna vandamáls varðandi sætisbelti

→ Tæknileg lausn hefur verið fundin
→ Innköllunin hefst á næstu vikum
→ Öryggi er í hæsta forgangi hjá Volkswagen

Wolfsburg – Volkswagen hefur staðfest tæknilegt vandamál við nýja Polo-bíla (árgerð 2018). Verið getur að við ákveðnar, sjaldgæfar aðstæður (t.d. þegar skipt er snögglega um akrein með fimm farþega innanborðs) og þegar setið er í miðjusætinu og vinstra sætinu aftur í samtímis opnist læsing sætisbeltisins í vinstra sætinu. Öryggismál eru í efsta forgangi hjá Volkswagen og þegar hefur verið fundin tæknileg lausn á málinu: ný hönnun á beltalæsingunni sem kemur í veg fyrir að þetta gerist.

Það er bæði löglegt og öruggt að aka Volkswagen Polo en við ráðleggjum viðskiptavinum okkar þó að nota ekki miðjusætið í nýjum Polo-bílum fyrr en skipt hefur verið um beltalæsingu í bílnum. Volkswagen bíður þess nú að fá lokastaðfestingu frá viðeigandi yfirvöldum til þess að geta gert þessar breytingar, bæði við framleiðslu nýrra ökutækja og í ökutækjum sem þegar hafa verið afhend til viðskiptavina.

Á næstu vikum mun Volkswagen hefja innköllun. Viðskiptavinir fá bréf þar sem þeim verður boðið að panta tíma hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Bæði skoðunin og ísetning nýju beltalæsingarinnar verður endurgjaldslaus. 

 

Fyrsti Mitsubishi Eclipse Cross afhentur!

Nýjasti meðlimur Mitsubishi kom með vorinu og var frumsýndur á stórsýningu Heklu í mars. Móttökur hans hafa verið mjög góðar og nú eru fyrstu bílarnir að koma til landsins og í hendur nýrra eigenda. Það var Sigrún Halldórsdóttir sem fékk þann fyrsta í hendurnar, Eclipse Cross Instyle í Titanum Grey lit.

Eclipse Cross er nettur en rúmgóður með góða veghæð og hlaðinn staðalbúnaði. Hann sker sig úr fjöldanum með skörpum línum og hlaut nýverið ein virtustu hönnunarverðlaun heims, Good Design, fyrir framúrskarandi og nýstárlega vöruhönnun. Eitt af því sem vakið hefur mikla eftirtekt er einkennislitur bílsins, ástríðuþrunginn rauður litur, sem var hannaður sérstaklega fyrir Eclipse Cross.

Eclipse Cross í ástríðuþrungna litnum P62

Þrjár útfærslur eru í boði, Invite, Intense og Instyle, og hægt er að fá Eclipse Cross bæði sjálfskiptan og beinskiptan og fram- eða fjórhjóladrifinn. Meðal staðalbúnaðar eru 18“ álfelgur, hiti í framsætum, fjölnota upplýsingaskjár í mælaborði í lit, rafknúið aflstýri með hallastýringu og bakkmyndavél og hann kostar frá 3.990.000 kr.

„Eclipse Cross er mjög skemmtileg viðbót í jepplingaflokkinn hjá Mitsubishi og er mitt á milli ASX og Outlander í stærð. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda er Eclipse flottur og tæknilega fullkominn bíll á frábæru verði. Núna erum við komin með bíla á lager til afhendingar strax, “ segir Guðmundur Snær Guðmundsson í söludeild Mitsubishi.

Hættur hjá Heklu eftir 55 ár!

Í dag er fyrsti dagurinn í 55 ár sem Erling B. Ottósson mætir ekki til vinnu í Heklu. Hann var ráðinn sem nemi í bifvélavirkjun árið 1963 en þegar á reyndi kom í ljós að fullmannað var á verkstæðinu og Erling því tímabundið látinn vinna í tölvudeild þess tíma, svokallaðri spjaldskrá, þar til pláss opnaðist. Það er skemmst frá því að segja að Erling starfaði ekki einn einasta dag á verkstæðinu en hefur hins vegar spreytt sig á afgreiðslu á lager og í varahlutaverslun og hefur síðustu árin starfað við innkaup fyrir varahlutadeildina. „Það er mikill missir í Erling sem hefur verið alger lykilstarfsmaður í innkaupum varahluta hér í Heklu,“ segir Kristján M. Ólafsson framkvæmdastjóri innkaupa og varahluta. „Hann hefur fylgt fyrirtækinu í gegnum margvísleg ævintýri og breytingar síðustu 55 árin og er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að sögu fyrirtækisins. Það er óhætt að segja að Erlings verður sárt saknað.“

 Reynsluboltarnir Sverrir, Erling og Sigfús

Samanlagður 136 ára starfsaldur

Reynsluboltarnir Sverrir, Erling og Sigfús.

Sumarfögnuður Mitsubishi

Komdu og fagnaðu með okkur!

Við höldum upp á sumardaginn fyrsta og höfum opið í Mitsubishi salnum í milli kl. 12 og 16. Boðið verður upp á kaffi, kleinur, gos, íspinna og sumargjafir fyrir börnin á meðan byrgðir endast. Einnig verður boðið uppá andlitsmálningu fyrir börnin. Slökktu á vetrinum og kveiktu á sumrinu í nýjum bíl frá Mitsubishi. Hinn sívinsæli Outlander PHEV verður á staðnum, hörkutólið L200, farsæli Pajero jeppinn, ASX sportjeppinn og nýjasta undrið; Eclipse Cross.

Sölumenn okkar verða í sumarskapi og auðvitað fylgir þjónustuskoðun í tvö ár með í kaupunum.

Fylgstu með viðburðinum á Facebook hér!

Komdu og fagnaðu deginum með okkur. Gleðilegt sumar!

Vistvænir Volkswagen á siglingu.

Framleiðsla á e-Golf fyrir Ísland tvöfölduð:

89% AUKNING Í TENGILTVINNBÍLUM OG 65% NÝSKRÁÐRA VISTVÆNIR.

65% allra nýskráðra Volkswagen bíla það sem af er árinu 2018 eru vistvænir og hefur ekkert annað merki, fyrir utan Mitsubishi, hærra hlutfall nýskráðra vistvænna bíla. Nýskráningum á vistvænum bílum hefur fjölgað um 48% frá sama tímabili í fyrra en þeir eru nú orðnir 591, en voru 398 á sama tíma 2017. Markaðshlutdeild Volkswagen í þessum flokki eykst líka jafnt og þétt og slær nú í 20%.

Tengiltvinnbílar frá Volkswagen hafa líka slegið í gegn en það sem af er árinu 2018 hefur aukningin numið 89%. Volkswagen hefur jafnframt stóraukið hlut sinn í rafbílum og hefur markaðshlutdeildin farið úr 19% í 52% miðað við sama tíma í fyrra. Ræður þar að sjálfsögðu mest um gríðarlegar vinsældir e-Golf, sem jafnharðan selst upp.

Við höfum ekki átt neina bíla á lager hér á landi frá því að e-Golf var kynntur síðastliðið sumar, hann hefur selst upp jafnóðum. Þessari miklu eftirspurn hefur verið mætt með miklum skilningi af hálfu stjórnenda Volkswagen í Þýskalandi og framleiðsla fyrir Ísland var tvöfölduð í upphafi árs,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi.

Við erum nú þegar búin að staðfesta sölu á yfir 100 e-Golf á þessu ári en til samanburðar þá seldum við um 100 e-Golf allt árið 2015. Þá hafa tengiltvinnbílarnir Golf GTE og Passat GTE sem hvoru tveggja eru knúnir af rafmagni og bensíni selst mjög vel enda eru þeir afar hentugur valkostur fyrir þá sem ekki geta reitt sig á rafmagn eingöngu. Volkswagen sér mikla möguleika fyrir Ísland í bílum knúnum sjálfbærum orkugjöfum og við erum svo sannarlega stolt af því að 2 af hverjum 3 bílum sem við seljum eru vistvænir. Við höldum áfram að styðja við orkuskipti í samgöngum og mun Volkswagen á næstu misserum hefja framleiðslu á ID-línu sinni sem eru flóra af alrafmögnuðum bílum í öllum stærðarflokkum,” segir Jóhann Ingi.

Þess má geta að vegna þessara miklu vinsælda hefur Volkswagen ákveðið að framlengja vistvænt tilboð á raf- og tengiltvinnbílum.

Fullt hús hjá HEKLU

Hjá HEKLU má finna allt sem hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Fjölbreytnin í jeppum og jepplinum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum.

Úrvalið hjá Mitsubishi hefur aldrei verið betra þar á bæ en á dögunum var hinn brakandi nýi Eclipse Cross frumsýndur og býður Mitsubishi nú uppá fimm jeppa og jepplinga; Eclipse Cross, ASX, Pajero, Outlander PHEV og pallbílinn L200. Hittaranum Outlander PHEV fylgir nú þjónustuskoðun í tvö ár og í marsmánuði fylgir aukahlutapakkir að andvirði 200.000 kr. með pöntuðum Mitsubishi bílum.

Hjá Volkswagen kennir ýmissa grasa og fæst sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn Tiguan Offroad á einsöku tilboðsverði, með Tiguan Allspace sem er í boði sjö manna fylgir Comfortline + pakki frítt með. Pallbíllinn glæsilegi Amarok Highline er sérstöku tilboðsverði, töffaranum T-Roc fylgir aukahlutapakki í marsmánuði að verðmæti 200.000 kr.

Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q5 og Q7. Á tengiltvinnbílnum Audi Q7 e-tron er glæsilegt tilboð og nokkrir Q5 eftir á tilboðsverði.

Nýi sportjeppinn Skoda Karoq kemur sterkur í kjölfar Kodiaq sem kom á markað í fyrra og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann kemur í mörgum útfærslum og hægt er að velja um fjórhjóla- eða framhjóladrif, beinskiptan eða sjálfskiptan. Aukahlutapakkar að andvirði 200.000 kr. fylgja með Kodiaq og Karoq í marsmánuði.

Hjá HEKLU má finna allt sem  hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Fullt hús jeppa og jepplinga á stórsýningu HEKLU!

Það var líf og fjör í höfuðstöðvum HEKLU þegar blásið var til stórsýningar síðastliðinn laugardag. Til sýnis voru bílar af öllum stærðum og gerðum með áherslu á jeppa og jepplinga en Hekla býður upp á eina fjórtán slíka og hefur úrvalið aldrei verið meira. Mitsubishi frumsýndi þann nýjasta, sportjeppann Eclipse Cross, sem er frábær viðbót ...

Það var líf og fjör í höfuðstöðvum HEKLU þegar blásið var til stórsýningar síðastliðinn laugardag.

Til sýnis voru bílar af öllum stærðum og gerðum með áherslu á jeppa og jepplinga en Hekla býður upp á eina fjórtán slíka og hefur úrvalið aldrei verið meira. Mitsubishi frumsýndi þann nýjasta, sportjeppann Eclipse Cross, sem er frábær viðbót við Pajero, ASX, L200 og sölusmellinn Outlander. Í Audi salnum átti Q-línan sviðið með Q2, Q5 og Q7 og fremstir í fararbroddi í Skoda salnum voru Kodiaq og litli bróðir hans Karoq sem var frumsýndur nýverið. Það vantaði ekki breiddina hjá Volkswagen sem bauð upp á Amarok, Tiguan, Tiguan Allspace og töffarann T-Roc sem var frumsýndur fyrir skemmstu.

Í tilefni sýningarinnar voru ýmis tilboð og má þar nefna aukahlutapakka að andvirði 200.000 kr. með hverjum keyptum Volkswagen T-Roc, Skoda Karoq, Skoda Kodiaq og Mitsubishi Pajero. Mitsubishi Outlander PHEV fylgir enn fremur þjónustuskoðun í tvö ár og Audi Q5 fæst á einstöku tilboðsverði. Allir nýir fólksbílar frá Heklu koma að auki með fimm ára ábyrgð.

„Það var mikið líf í sölunum okkar á laugardaginn. Salirnir okkar voru skreyttir ýmiss konar útivistarbúnaði í stíl við tilefnið og við buðum upp á fjölda tilboða. Sýningin lukkaðist svo vel að við höfum ákveðið að halda tilboðunum út mánuðinn,“ segir Haraldur Ársælsson vörustjóri Heklu.

 Myndir

Mitsubishi Eclipse Cross frumsýndur á stórsýningu HEKLU!

HEKLA hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og sýnir á laugardaginn fimmtán slíka þegar blásið verður til stórsýningar milli klukkan 12 og 16. Fjölbreytnin í þessum eftirsóttu farkostum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum ...

HEKLA hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og sýnir á laugardaginn fimmtán slíka þegar blásið verður til stórsýningar milli klukkan 12 og 16.

Fjölbreytnin í þessum eftirsóttu farkostum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum.

Mitsubishi sýnir í fyrsta sinn á Íslandi hinn brakandi nýja Mitsubishi Eclipse Cross; rennilega og meitlaða sportjeppann sem þorir að skera sig úr fjöldanum. Hittarinn Outlander PHEV sem hefur selst í bílförmum verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt ASX, Pajero og L200. Volkswagen sýnir Tiguan, T-Roc, Amarok og Tiguan Allspace og hjá Skoda leika Kodiaq og Karoq á als oddi. Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q3, Q5 og Q7!

Fjöldinn allur af tilboðum verða í gangi á sýningunni og má þar nefna að aukahlutapakkar að andvirði 200.000 kr. fylgja með Volkswagen T-Roc, Skoda Karoq, Skoda Kodiaq og Mitsubishi Pajero. Mitsubishi Outlander PHEV fylgir þjónustuskoðun í tvö ár og Audi Q5 fæst á einstöku tilboðsverði.

Hjá Mitsubishi verða á staðnum 35“ breyttur Pajero og 33“ breyttur L200. Veltibíllinn tekur gesti og gangandi í snúning, nýbakaðar kleinur verða í boði ásamt kakó og kaffi frá Kaffitár.

Af þessum fimmtán fararskjótum má finna allt sem  hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Á Laugaveginum verður laufléttur lukkuleikur þar sem gestir geta unnið stórglæsileg verðlaun.

Í fyrstu verðlaun er vígalegt götuhjól frá Skoda að verðmæti 139.000 kr. Í önnur verðlaun er 60.000 kr. gjafakort hjá 66°Norður. Í þriðju verðlaun er 50.000 króna gjafabréf hjá Everest og í fjórðu verðlaun er 45.000 króna gjafabréf hjá Icelandair. Dregið verður út föstudaginn 9. mars.

Stórsýning HEKLU verður á sama tíma hjá:

  • Bílasölu Selfoss
  • Bílasölu Austurlands á Egilsstöðum
  • Höldi á Akureyri.
    • Hjá Höldi verður einnig kynning á vinsælasta bíl í flokki jeppa og jepplinga 2017, Mitsubishi Outlander PHEV klukkan 13 og 15.

Þú finnur alla flóruna hjá okkur!

Smelltu hér til að skoða viðburð á Facebook. 

Frumsýning á Skoda Karoq!

Laugardaginn 24. febrúar frumsýnir HEKLA glænýja jepplinginn Skoda Karoq í sýningarsal Skoda að Laugavegi 170 – 174. Sýningin stendur frá 12 til 16 og boðið verður upp á Krispy Kreme, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin. Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn með allt að 1.630 lítra farangursrými, LED framljós og er ...

Laugardaginn 24. febrúar frumsýnir HEKLA glænýja jepplinginn Skoda Karoq í sýningarsal Skoda að Laugavegi 170 – 174. Sýningin stendur frá 12 til 16 og boðið verður upp á Krispy Kreme, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin.

Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn með allt að 1.630 lítra farangursrými, LED framljós og er fyrsti bíllinn frá Skoda sem fæst með stafrænu mælaborði. Hann er með ríkulegan staðalbúnað og býður upp á lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri.

„Nýi sportjeppinn Skoda Karoq kemur sterkur í kjölfar Kodiaq sem kom á markað í fyrra og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann kemur í mörgum útfærslum og hægt er að velja um fjórhjóla- eða framhjóladrif, beinskiptan eða sjálfskiptan. Það er gaman að geta bætt í framboðið af fjórhjóladrifnum kostum og þá sérstaklega með margverðlaunuðum bíl á borð við Karoq,“ segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda.

Líkt og stóri bróðir Kodiaq hefur Karoq vakið mikla lukku og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann kom sá og sigraði í flokki jepplinga í ‘Best Car?,’ hlaut hin eftirsóttu Autonis hönnunarverðlaun fyrir bestu nýju hönnunina í flokki sportjeppa, nældi sér í hið eftirsótta Gullstýri, eða Golden Steering Wheel, og skartar fimm stjörnum í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

Skoda Karoq fæst í bæði Ambition og Style útfærslum og kostar frá 3.890.000 kr.

Nánari upplýsingar