Fara í efni

Fréttir

Volkswagen dagurinn

Það verður mikið um dýrðir í HEKLU á Laugavegi á hinum árlega Volkswagen degi enda fagnar HEKLA 85 ára afmæli í ár.

Nýjustu bílarnir verða til sýnis auk nokkurra gersema úr fortíðinni og við bjóðum forpöntunartilboð á nýjum Touareg sem frumsýndur verður í sumar. Á Volkswagen daginn verða líka nokkrir vel valdir sýningarbílar á sérstöku sumartilboðsverði. 

Við bjóðum upp á kaffi frá Kaffitár, svalandi gosdrykki, ís frá Skúbb og á staðnum verða hoppukastalar!

Komdu í HEKLU Laugavegi á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 og gerðu þér glaðan Volkswagen dag með okkur.

Volkswagen dagurinn verður samtímis haldinn hátíðlegur hjá Bílás Akranesi, BVA Egilsstöðum og Höldi Akureyri.

Viðburður á Facebook // Heimasíða Volkswagen

 

Audi A7 frumsýndur!

Á morgun, laugardaginn 2. júní, frumsýnir Hekla nýjan og glæsilegan Audi A7 sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Audi A7 Sportback er fulltrúi fyrir byltingarkennda hönnun Audi sem jafnframt endurspeglar skyldleikann við quattro fjórhjóladrifið. Það endurspeglast meðal annars fram í einstakri ljósahönnun, uppréttri framhlið, rammanum utan um grillið, hliðarútlínunum sem minna á tveggja sæta sportbíl og listrænni afturhlið. Útsýnisþak er valbúnaður. Það veitir 60% meira útsýni og baðar innanrýmið í dagsbirtu. Þegar útsýnisþakinu er lokað veitir sólhlífin 100% vörn fyrir sólarljósi. Marglitur og fullstýranlegur ljósapakki er valbúnaður sem lagar innanrýmið að ökumanninum. Nákvæmir ljósþræðir undirstrika útlínur og gera mælaborðið meira áberandi; enn fremur gera þeir inngöngu og útgöngu úr bílnum þægilegri í myrkri.

Stjórnbúnaður framtíðarinnar myndar eina hnökralausa heild. Tveir háskerpuskjáir með snertivirkni eru innbyggðir í mælaborðið og eru miðstöð stjórnbúnaðarins. Ökumaður stýrir upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á efri skjánum á meðan neðri skjárinn veitir aðgang að loftræstingu, þægindavirkni og textainnslætti. Aðalljós með A7 áletrun undirstrika framsækið ytra útlit bílsins

Audi TTS verður á staðnum! Sportbíllinn TTS er kraftmikill og spengilegur. Hvert einasta smáatriði er úthugsað. Lágur, breiður, teygður. Engri línu er ofaukið. Vandaður út í gegn með það markmið að vekja hrifningu og aðdáun með kraftmikilli fegurð. Nýr Audi TT er einn framsæknasti bíll okkar tíma.

Kaffitár verður með kaffibar á staðnum og verður kaffi ásamt súkkulaði frá Hafliða konfektgerðarmeistara á boðstólum. Litir og Audi litablöð fyrir krakkana.

Skoða heimasíðu Audi  ///  Skoða Audi á Facebook /// Skoða Audi á Instagram

Mitsubishi á Vestfjörðum!

Í tilefni af Sjómannadeginum verður Mitsubishi bílaflotinn á Ísafirði og Bolungarvík laugardaginn 2. júní. Fremstur meðal jafningja er vinsælasti jepplingurinn 2017; Mitsubishi Outlander PHEV sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni. Pallbíllinn L200 er með 33“ breytingu og er fær í flestan sjó. Snaggaralegi sportjeppinn ASX státar af góðri veghæð, aflmikilli vél og hentar íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Sá nýjasti í Mitsubishi fjölskyldunni er Eclipse Cross sem er nettur en rúmgóður með góða veghæð og hlaðinn staðalbúnaði. 350.000 kr. sumarauki fylgir öllum nýjum Mitsubishi.

Mitsubishi verður á Ísafirði frá kl. 10-16 á Bílaverkstæði SB og á Olísplaninu í Bolungarvík frá kl. 17-20. 

Pylsupartí á árlegum Skoda degi Heklu!

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað hjá  Höldi á Akureyri. Á Laugaveginum verður nóg við að vera og sýningarsalirnir stútfullir af skemmtilegum Skoda bílum.

Sá nýjasti í fjölskyldunni er sportjeppinn Skoda Karoq sem frumsýndur var snemma árs. Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn og margverðlaunaður. Hann kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Í boði eru 1.0 og 1.5 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar auk úrvals auka- og öryggisbúnaðar.

Sumarverð Skoda verður að sjálfsögðu í fullum gangi en stórstjörnurnar Octavia, Superb og Fabia eru nú í boði á stórskemmtilegu og óviðjafnanlegu sumartilboði. Svo má ekki gleyma Octavia RS245, kraftmestu Octaviunni frá Skoda. Um er að ræða 245 hestafla tryllitæki með rafstýrðu mismunadrifi, 19“ felgum, stillanlegri fjöðrun og Panorama glerþaki.

Skoda býður breitt úrval af bílum og við verðum með allt það nýjasta til sýnis á laugardaginn. Ssjóðheitar pylsur verða á grillinu, andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina og ég á von á að þetta verði skemmtilegur dagur að vanda,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri SKODA, sem hvetur fólk til að líta við og skoða úrvalið.

 

Slökktu á fortíðinni og kveiktu á framtíðinni með nýjum Mitsubishi!

Nú hefur Mitsubishi hleypt skemmtilegri sumarherð af stokkunum til að kynna fjölbreytt og hagstætt vöruúrval merkisins. Af þessu tilefni býðst sérstakur sumarauki sem fylgir með öllum nýjum Mitsubishi bílum í sumar að verðmæti 350.000 kr. 

Komdu við og skoðaðu framhjóladrifinn ASX, eyðslugrannan Outlander PHEV, djarfan Eclipse Cross eða grjótharðan L200. 

Ríflega 56% allra nýrra Heklu bíla eru vistvænir!

HEKLA er leiðandi í sölu vistvænna bíla fyrstu fjóra mánuði ársins 2018, rétt eins og síðustu misseri.  Það er sama hvort litið er á rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla eða metanbíla, alls staðar eru bílar frá HEKLU þeir mest seldu.

Mest seldu rafmagnsbílarnir á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins eru frá Volkswagen en rétt tæplega 50% allra nýskráðra rafmagnsbíla eru frá þýska gæðaframleiðandanum. Svipaða sögu má segja um tengiltvinnbíla þar sem 42% allra slíkra eru frá Mitsubishi og Outlander PHEV ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Forskotið er síðan mest áberandi í flokki metanbíla því hver einn og einasti metanbíll sem fluttur var til landsins það sem af er ári er frá merkjum sem HEKLA flytur inn sem þýðir 100% markaðshlutdeild. Skoda er þar með 54% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir.

Raunar er það svo að þegar hlutfall vistvænna bíla af heildarskráningum íslenskra bílaumboða er skoðað, kemur í ljós hvaða bílaumboð leggur mesta áherslu á grænar samgöngur. HEKLA leiðir markaðinn á þessu sviði, en ríflega 56% allra innfluttra bíla frá HEKLU eru vistvænir. Næsta bílaumboð á eftir er með slétt 10%. 

Þegar litið er á sölu til einstaklinga á Íslandi er HEKLA á toppnum með 23% og hefur hækkað úr fjórða sæti á sama tímabili á síðasta ári. Það er því ljóst að íslenskir neytendur kunna vel að meta úrval, þjónustu og áherslu HEKLU á græna samöngumáta og vistvæna bíla.

 

Fréttatilkynning varðandi Polo 2018 frá Volkswagen

Hér meðfylgjandi er fréttatilkynning frá höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi varðandi frétt um Polo 2018. 

11.05.2018

Volkswagen tilkynnir innköllun á nýjustu kynslóð af Polo vegna vandamáls varðandi sætisbelti

→ Tæknileg lausn hefur verið fundin
→ Innköllunin hefst á næstu vikum
→ Öryggi er í hæsta forgangi hjá Volkswagen

Wolfsburg – Volkswagen hefur staðfest tæknilegt vandamál við nýja Polo-bíla (árgerð 2018). Verið getur að við ákveðnar, sjaldgæfar aðstæður (t.d. þegar skipt er snögglega um akrein með fimm farþega innanborðs) og þegar setið er í miðjusætinu og vinstra sætinu aftur í samtímis opnist læsing sætisbeltisins í vinstra sætinu. Öryggismál eru í efsta forgangi hjá Volkswagen og þegar hefur verið fundin tæknileg lausn á málinu: ný hönnun á beltalæsingunni sem kemur í veg fyrir að þetta gerist.

Það er bæði löglegt og öruggt að aka Volkswagen Polo en við ráðleggjum viðskiptavinum okkar þó að nota ekki miðjusætið í nýjum Polo-bílum fyrr en skipt hefur verið um beltalæsingu í bílnum. Volkswagen bíður þess nú að fá lokastaðfestingu frá viðeigandi yfirvöldum til þess að geta gert þessar breytingar, bæði við framleiðslu nýrra ökutækja og í ökutækjum sem þegar hafa verið afhend til viðskiptavina.

Á næstu vikum mun Volkswagen hefja innköllun. Viðskiptavinir fá bréf þar sem þeim verður boðið að panta tíma hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Bæði skoðunin og ísetning nýju beltalæsingarinnar verður endurgjaldslaus. 

 

Fyrsti Mitsubishi Eclipse Cross afhentur!

Nýjasti meðlimur Mitsubishi kom með vorinu og var frumsýndur á stórsýningu Heklu í mars. Móttökur hans hafa verið mjög góðar og nú eru fyrstu bílarnir að koma til landsins og í hendur nýrra eigenda. Það var Sigrún Halldórsdóttir sem fékk þann fyrsta í hendurnar, Eclipse Cross Instyle í Titanum Grey lit.

Eclipse Cross er nettur en rúmgóður með góða veghæð og hlaðinn staðalbúnaði. Hann sker sig úr fjöldanum með skörpum línum og hlaut nýverið ein virtustu hönnunarverðlaun heims, Good Design, fyrir framúrskarandi og nýstárlega vöruhönnun. Eitt af því sem vakið hefur mikla eftirtekt er einkennislitur bílsins, ástríðuþrunginn rauður litur, sem var hannaður sérstaklega fyrir Eclipse Cross.

Eclipse Cross í ástríðuþrungna litnum P62

Þrjár útfærslur eru í boði, Invite, Intense og Instyle, og hægt er að fá Eclipse Cross bæði sjálfskiptan og beinskiptan og fram- eða fjórhjóladrifinn. Meðal staðalbúnaðar eru 18“ álfelgur, hiti í framsætum, fjölnota upplýsingaskjár í mælaborði í lit, rafknúið aflstýri með hallastýringu og bakkmyndavél og hann kostar frá 3.990.000 kr.

„Eclipse Cross er mjög skemmtileg viðbót í jepplingaflokkinn hjá Mitsubishi og er mitt á milli ASX og Outlander í stærð. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda er Eclipse flottur og tæknilega fullkominn bíll á frábæru verði. Núna erum við komin með bíla á lager til afhendingar strax, “ segir Guðmundur Snær Guðmundsson í söludeild Mitsubishi.

Hættur hjá Heklu eftir 55 ár!

Í dag er fyrsti dagurinn í 55 ár sem Erling B. Ottósson mætir ekki til vinnu í Heklu. Hann var ráðinn sem nemi í bifvélavirkjun árið 1963 en þegar á reyndi kom í ljós að fullmannað var á verkstæðinu og Erling því tímabundið látinn vinna í tölvudeild þess tíma, svokallaðri spjaldskrá, þar til pláss opnaðist. Það er skemmst frá því að segja að Erling starfaði ekki einn einasta dag á verkstæðinu en hefur hins vegar spreytt sig á afgreiðslu á lager og í varahlutaverslun og hefur síðustu árin starfað við innkaup fyrir varahlutadeildina. „Það er mikill missir í Erling sem hefur verið alger lykilstarfsmaður í innkaupum varahluta hér í Heklu,“ segir Kristján M. Ólafsson framkvæmdastjóri innkaupa og varahluta. „Hann hefur fylgt fyrirtækinu í gegnum margvísleg ævintýri og breytingar síðustu 55 árin og er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að sögu fyrirtækisins. Það er óhætt að segja að Erlings verður sárt saknað.“

 Reynsluboltarnir Sverrir, Erling og Sigfús

Samanlagður 136 ára starfsaldur

Reynsluboltarnir Sverrir, Erling og Sigfús.

Sumarfögnuður Mitsubishi

Komdu og fagnaðu með okkur!

Við höldum upp á sumardaginn fyrsta og höfum opið í Mitsubishi salnum í milli kl. 12 og 16. Boðið verður upp á kaffi, kleinur, gos, íspinna og sumargjafir fyrir börnin á meðan byrgðir endast. Einnig verður boðið uppá andlitsmálningu fyrir börnin. Slökktu á vetrinum og kveiktu á sumrinu í nýjum bíl frá Mitsubishi. Hinn sívinsæli Outlander PHEV verður á staðnum, hörkutólið L200, farsæli Pajero jeppinn, ASX sportjeppinn og nýjasta undrið; Eclipse Cross.

Sölumenn okkar verða í sumarskapi og auðvitað fylgir þjónustuskoðun í tvö ár með í kaupunum.

Fylgstu með viðburðinum á Facebook hér!

Komdu og fagnaðu deginum með okkur. Gleðilegt sumar!