Gæðakerfi

Gæðakerfi

Bílaumboðið HEKLA uppfyllir gæðakröfur ISO 9001:2000 staðalsins, en sú vottun hefur verið staðfest af TÜV vottunaraðilanum í Þýskalandi, sem ber ábyrgð á vottun á sölu- og þjónustuneti Volkswagen samsteypunnar um allan heim.

Vottunin nær til sölu og þjónustu á fólks- og atvinnubílum frá Volkswagen auk Audi og innan skamms lýkur sambærilegu vottunarferli fyrir Skoda með samsvarandi gæðavottun. Gæðakerfið tekur á öllum þáttum sölu og þjónustu fyrir Volkswagen samsteypuna sem er stærsti bílaframleiðandi í Evrópu.

Bílaumboðið HEKLA

uppfyllir gæðakröfur
ISO 9001:2000