Fara í efni

Öryggisinnkallanir

Neytendastofa hefur opnað innköllunargátt á vefsíðu sinni fyrir eigendur bifreiða.

Framleiðendur og umboðsaðilar þeirra ber að tilkynna stjórnvöldum um innköllun sem getur reynst nauðsynleg til að tryggja öryggi ökutækjanna. Mikilvægt er að eigendur ökutækja færi ökutæki sín til þjónustuaðila hér á landi sem hefur umboð til að gera viðeigandi lagfæringar.

Í því skyni að auðvelda neytendum og bifreiðaeigendum að geta kannað á fljótvirkan hátt hvort bifreið þeirra hefur verið innkölluð hefur Neytendastofa tekið í notkun rafræna innköllunargátt fyrir bifreiðar.

Smelltu hér til að athuga hvort þín bifreið sé með virka öryggisinnköllun.

Athugið! Neytendstofa bendir á að ef bifreiðar hafa verið fluttar inn sjálfstætt eða sem hluti af búslóð af öðrum markaðssvæðum þá verða neytendur að leita eftir öðrum leiðum hvort innköllun hafi átt sér stað á því markaðssvæði þaðan sem bifreiðin var flutt inn frá. Neytendur geta leitað til sinna umboðsaðila með spurningar varðandi öll mál er varða innköllun bifreiða.