Saga fyrirtækisins

HEKLA var stofnuð árið 1933 af Sigfúsi Bjarnasyni.
Höfuðstöðvar HEKLU eru í 12.500 fermetra byggingu við Laugaveginn í Reykjavík
en sú bygging hýsir einnig starfsemi bílasviðs fyrirtækisins. 
Á öllum helstu þéttbýlissvæðum landsins hefur HEKLA sölu- og þjónustuumboðsmenn.

Söguágrip

1933 HEKLA stofnuð af Sigfúsi Bjarnasyni ásamt fleirum.

1934 
Innflutningur á ávöxtum frá Spáni hefst. Þessum innflutningi var hætt árið 1939.

1942 
Sigfús Bjarnason eignast fyrirtækið og gerir það að hlutafélagi.

1945 
Raftækjaverslun HEKLU er stofnuð og rekin sem alhliða raftækjaverslun með höfuðáherslu á heimilistæki. Starfsemi raftækjaverslunarinnar lauk árið 2005 eftir 60 ára farsæla sögu.

1947 HEKLA fær umboð á Íslandi fyrir Caterpillar þungavélar og Kenwood heimilistæki. HEKLA er elsti starfandi umboðsaðili Kenwood í Evrópu.

1952 HEKLA hefur innflutning á hjólbörðum frá Goodyear.

1952 HEKLA tekur að sér umboð fyrir Volkswagen á Íslandi. "Bjallan" náði strax gríðarlegum vinsældum, enda átti hún einstaklega vel við íslenskar aðstæður.

1970 Innflutningur hefst á Audi, þegar Volkswagen samsteypan og Audi verksmiðjurnar sameinuðust.

1978 HEKLA verður umboðsaðili G.E. - General Electric frá Bandaríkjunum, fyrst heimilistæki en á seinni árum hafa bæst við hátækni lækningatæki frá G.E. Innflutning HEKLU lauk árið 2003.

1979 Innflutningur hefst á bifreiðum frá Mitsubishi Motors, en 10 árum síðar höfðu Mitsubishi bifreiðir náð yfir 20% markaðshlutdeild í landinu. Sama ár gerist HEKLA umboðsaðili Mitsubishi Heavy Industries, en hverflar og túrbínur frá þeim hafa verið settar í fjölmargar virkjanir á landinu.

1980 HEKLA gerist umboðsaðili Ingersoll Rand frá Bandaríkjunum.

1995 HEKLA fær umboð fyrir Scania vöruflutningabifreiðir frá Svíþjóð.

1997 Innflutningur hefst á Galloper jeppanum frá Suður-Kóreu, en hann náði strax miklum vinsældum. Innflutningi lauk árið 2001.

1998 HEKLA hefur innflutning á Skoda bifreiðum frá Tékklandi, en fyrirtækið er í meirihlutaeigu Volkswagen samsteypunnar.

2000 HEKLA fær umboð fyrir Scana Volda gíra og skrúfubúnað frá Noregi.

2002 HEKLA gerist sölu- og þjónustuaðili fyrir HIAB krana frá Svíþjóð.

2002 Fjölskylda Sigfúsar Bjarnasonar selur sína hluti í HEKLU.

2003 Vélasvið HEKLU flytur í nýja og fullkomna þjónustumiðstöð við Klettagarða.

2005 Systurfélag HEKLU, Askja, stofnað. HEKLA kaupir KIA umboðið á Íslandi.

2005 Eignarhaldsfélagið Hafrahlíð eignast HEKLU.

2008 KIA verður hluti af Öskju sem flytur starfsemi sína að Krókhálsi.

2008 HEKLA hlýtur gæðavottun TÜV sem sölu- og þjónustuaðili fyrir Volkswagen samsteypuna. Í þeirri vottun felst ISO 9001:2000.

2010 Vélasvið HEKLU í Klettagörðum var selt og heitir nú Klettur.

2011 Franz Jezorski og Friðbert Friðbertsson kaupa HEKLU.

2013 Semler Group í Danmörku gerist meðeigandi í HEKLU með  Friðberti Friðbertssyni.