Fara í efni

Hekla

Markmið Jafnlaunastefnu HEKLU er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við ákvörðun launa óháð aðildar að stéttarfélagi eða stjórnmálatengsla, aldurs, félagslegs bakgrunns, hjúskaparstöðu, kyneinkennum, kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund, kynþætti, lífsskoðun, líkamlegra eða andlegra takmarkana, meðgöngu, trú, uppruna eða þjóðernis.

Starfsfólki skuli greidd jöfn laun og það skal njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt eða sambærileg störf. Það nær bæði til grunnlauna sem og hvers kyns annarra greiðsla. Einnig skal það njóta sambærilegra kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindaréttar og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur HEKLA sig til þess að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi. Brugðist verður við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. Innri úttekt á kerfinu verður gerð einu sinni á ári sem og rýni stjórnenda. HEKLA skuldbindur sig einnig til þess að fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gildi á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög. Launagreining verður gerð einu sinni á ári þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að launamunur, hvorki kynbundinn né af öðrum toga, sé ekki til staðar og niðurstaða hennar verður kynnt starfsfólki. Jafnlaunastefnan verður ávallt aðgengileg á vefsíðu HEKLU.

HEKLA hefur innleitt verklag og skilgreint launaviðmið til að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti starfa óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum .

Jafnlaunastefna HEKLU styðst við Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi HEKLU.

Samþykkt í framkvæmdastjórn

Reykjavík, 1. júní 2021