Karfan er tóm.
VSK ívilnun af rafbílum fellur niður um áramót
Í byrjun næsta árs munu rafbílar hækka að óbreyttu umtalsvert í verði þegar undanþága fellur úr gildi þann 31.12.2023. Í lok ársins 2023 fellur virðisaukaskatssívilnun niður en hún felur í sér að bílar sem kosta undir 5,5 milljónum séu undanskildir virðisaukaskatti. Ef bíll kostar 5,5 milljónir væri virðisaukaskatturinn um 1.320.000 og að öllu óbreyttu mun sambærilegur bíll sem kostar nú 5,5 milljónir kosta 6,8 milljónir 1. janúar 2024.
100% hreinir rafbílar fá ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts sem gildir út árið 2023.
Sjá nánar á vef Mbl.is:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/19/rafbilarnir_rjuka_nu_ut/
Uppfært 24. október 2023:
Orkusjóður mun veita sérstaka styrki til kaupa á hreinorkubílum. Fyrirkomulagið hefur ekki verið kynnt ítarlega, en lesa má um málið í meðfylgjandi frétt á vef Mbl.is.