Fara í efni

Persónuverndarstefnu

Með persónuverndarstefnu þessari upplýsir HEKLA hf., kt. 600169-5139, Laugavegi 172-174, 105 Reykjavík hvernig fyrirtækið stendur að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um viðskiptamenn sína og einstaklinga hvort sem persónuupplýsingarnar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti. Vísað er í persónuverndarstefnu af öðrum vefsíðum HEKLU.

HEKLA vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Persónuvernd er HEKLU mikilvæg

Við hjá HEKLU leggjum mikla áherslu á að virða réttindi viðskiptamanna okkar og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur sambærilegra aðila.

Hvaða persónuupplýsingum safnar HEKLA um þig og hver er tilgangurinn með söfnuninni?

HEKLA safnar eftirfarandi persónuupplýsingum um þig sem viðskiptamann:

 • Nafn
 • Kennitala
 • Heimilisfang
 • Sími
 • Netfang

Að auki safnar Hekla eftirfarandi upplýsingum vegna ákvæða í lögum nr. 140/2018 um varnir gegn Peningaþvætti og Fjármögnun hryðjuverka. Þessar upplýsingar er Hekla lagalega skuldbundin til að varðveita í 5 ár:

 • Afrit af viðurkenndum persónuskilríkjum
 • Ríkisfang
 • Starfheiti
 • Vinnustaður
 • Tengsl við opinbera þjónustu
 • Upplýsingar um uppruna fjármagns vegna viðskipta við Heklu
 • Ofangreindar upplýsingar eru gefnar í yfirlýsingu vegnaáreiðanleikakönnunar.

Viðskiptasögu um kaup á

 • Ökutækjum
 • Varahlutum
 • Þjónustu

Viðskiptasögu varðandi útleigu bifreiða

Upplýsingar um ökutæki eftir skráningarnúmeri keypt hjá HEKLU

Upplýsingar um ökutæki eftir skráningarnúmeri leigð hjá HEKLU

Upplýsingar um þjónustusögu ökutækja

Hrós, ábendingar og kvartanir sendar til HEKLU

Valkvætt er að gefa upp persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi

Fyrirspurnir um ökutæki

Reynsluakstur á ökutækjum hjá HEKLU eftir skráningarnúmeri

Ökuskírteinisnúmer er skráð við reynsluakstur

Tilgangur með söfnun persónuupplýsinga

Tilgangurinn með söfnuninni er að halda lögbundið utan um fjárhagsupplýsingar vegna sölu, fylgja eftir fyrirspurnum frá viðskiptavinum.

Tilgangurinn er að auki að geta sent tilkynningar um innkallanir vegna ábyrgðar.

Tilgangurinn er einnig að geta sent upplýsingar um nýjar gerðir bíla, boð á frumsýningar, upplýsingar um tilboð á bílum og annarri vöru og þjónustu og senda þjónustukannanir, fylgja eftir reynsluakstri viðskiptavina og tryggja að viðkomandi sé með gild akstursréttindi.

Þegar þú notar heimasíðuna okkar www.hekla.is söfnum við upplýsingum um notkun þína, þ.e. IP tölu, tegund eða útgáfu vafra sem þú notar, tímasetningu og tímalengd heimsóknar og hvaða undirsíður þú heimsækir innan heimasíðu www.hekla.is. Sama fyrirkomulag gildir um aðrar heimasíður HEKLU svo sem www.audi.is, www.volkswagen.is, www.skoda.is, www.mitsubishi.is.

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu

HEKLA safnar og vinnur persónuupplýsingar byggt á eftirfarandi heimildum:

 • Til að uppfylla samningsskyldu
 • Á grundvelli samþykkis
 • Til að vernda lögmæta hagsmuni félagsins

Lögmætir hagsmunir HEKLU fela í sér að uppfylla tilgang félagsins samkvæmt samþykktum þess, að sinna viðskiptasambandi við viðskiptavini okkar, að hafa umsýslu með starfsmannamálum og skipulagi á framkvæmd starfa félagsins, veitingu aðgangs að viðeigandi upplýsingakerfum félagsins, fylgni við innri og ytri reglur, skjölunarkröfur og meðhöndlun beiðna, kvartana og krafna frá þriðju aðilum.

Þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að stýra starfsemi félagsins og fela í sér nauðsyn til að safna og vinna persónuupplýsingar.

Söfnun persónuupplýsinga um börn

Það er stefna HEKLU að skrá hvorki, né safna, vinna og geyma persónuupplýsingar um börn yngri en 18 ára.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

HEKLA geymir persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla tilgang vinnslunnar eins og greint er frá honum hér að ofan.

HEKLA geymir persónuupplýsingar um þig á meðan slíkt er skylt samkvæmt lögum og í samræmi við líftíma ökutækja.

Persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum sem þú lætur af hendi geymum við í sjö ár samkvæmt bókhaldslögum.

Endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga fer fram einu sinni á ári. Ef kemur í ljós við endurskoðun að HEKLA þarf ekki vegna vinnslu eða lagalegra skyldu að geyma persónuupplýsingar þínar mun HEKLA hætta vinnslu og geymslu persónuupplýsinganna frá þeim tíma.

Frá hverjum safnar HEKLA þínum persónuupplýsingum?

Við söfnum persónuupplýsingum frá þér og opinberum stofnunum.

Hvenær miðlar HEKLA persónuupplýsingum þínum til þriðju aðila og af hverju?

HEKLA selur ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingar um þig. HEKLA miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðja aðila þar sem slíkt er skylt samkvæmt lögum eða ef um er að ræða bílaframleiðanda eða þjónustuveitanda, umboðsmann eða verktaka sem ráðinn er af hálfu HEKLU til þess að vinna fyrirfram ákveðna vinnu.

Í slíkum tilfellum gerir HEKLA vinnslusamning við viðkomandi aðila sem fær persónuupplýsingarnar þínar. Samningar kveða meðal annars á um skyldu vinnsluaðila til að halda persónuupplýsingum þínum öruggum og að nota þær ekki í öðrum tilgangi. HEKLA deilir einnig persónuupplýsingum með þriðju aðilum þegar slíkt er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni félagsins, eins og við innheimtu á vanskilakröfu eða til að uppfylla kröfur bílaframleiðenda um tilkynningu um sölu ökutækja.

Persónuverndarstefna HEKLU nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.

Réttindi þín

Það er réttur þinn að fá:

 • Upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar HEKLA hefur skráð um þig og uppruna þeirra, sem og upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig
 • Afrit af þeim persónuupplýsingum sem eru unnar um þig, eða óska eftir að þær séu sendar til þriðja aðila

Einnig er það þinn réttur að:

 • Persónuupplýsingar þínar séu uppfærðar og leiðréttar ef tilefni er til
 • HEKLA eyði persónuupplýsingum þínum ef ekki er málefnaleg eða lagaleg skylda til að varðveita þær
 • Koma á framfæri andmælum ef þú vilt takmarka eða koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar séu unnar
 • Afturkalla samþykki þitt um að HEKLA megi safna, skrá, vinna eða geyma persónuupplýsingar þínar, þegar vinnsla byggist á þeirri heimild
 • Leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi sjáir þú ástæðu til þess

Viljir þú nýta rétt þinn getur þú komið til okkar í HEKLU eða sent okkur erindi á netfangið gdpr@hekla.is og óskað eftir afhendingu eða eyðingu þessara persónuupplýsinga.

Við munum staðfesta móttöku á beiðninni og að jafnaði bregðast við beiðnum innan mánaðar frá móttöku.

Verði ekki unnt að bregðast við innan mánaðar munum við tilkynna þér um töf á afgreiðslu innan mánaðar.

Kökustefnu HEKLU má lesa hér.

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi persónuverndarstefnu HEKLU á gdpr@hekla.is.