Fara í efni
 • Keramikhúðun

  Nano Care keramikhúðun er ný þjónusta sem HEKLA býður upp á. Húðunin er vörn sem hægt er að lýsa sem húð yfir lakk bílsins og er góður kostur fyrir þá sem eru með nýja bíla, vilja halda verðmæti þeirra og viðhalda fallegu útliti lakksins. 

  Kostir Nano Care:

  • Gott verð, fagmennska og ending.
  • Þarf sjaldnar að þvo og bóna og bíllinn glansar betur. Ver lakkið fyrir rispum, fugladriti og mengun úr umhverfinu svo sem tjöru og salti.
  • Óhreinindi festast síður við bílinn; nóg af skola af honum og hann lítur út sem nýbónaður á eftir. 
  • Nota tjöruhreinsir sjaldnar.
  • Ver fyrir ryði og lakk endist betur.
  • Fengu German Innovation verðlaun árið 2019.

  Ending:

  • Það fer eftir eknum kílómetrum og umhirðu bíls. 
  • Miðað er við að bíllinn sé einungis skolaður reglulega með léttri sápu.
  • Húðunin getur enst í allt að 50 þúsund kílómetra og 50 þvotta.

  Skoða bækling um keramikhúðun

  Lesa meira um Nano Care