Fara í efni

Hekla

Glæsilegri
með aukna dýpt og gljáa

Keramikvarinn bíll lítur glæsilega út en þetta snýst þó ekki allt um útlitið. Gyeon Quartz keramikvörnin gefur lakkinu á bílnum aukna dýpt og gljáa. Mesta muninn finnur þú þó dagsdaglega. Bíllinn verður síður skítugur, viðhaldsþrif verða miklu auðveldari og þurfa að gerast sjaldnar. Yfirborð bílsins hrindir frá sér ryki og óhreinindum. Lakkið tærist ekki og það verður auðveldara að þrífa bremsuryk af lakki og felgum en áður. Gljái og litur helst mun betur en væri það óvarið. Ekki þarf að bóna bílinn á ábyrgðartíma keramikvarnarinnar.

Keramikvörn

Hvað er keramikvörn/Ceramic coat?

Það er sterk, gegnsæ vörn með sleipt yfirborð. Vörnin býr yfir gríðarlegum sjálfhreinsieiginleikum þegar hún hefur harðnað og kristallast á bílnum. Hægt er að bera vörnina á hvaða yfirborð bílsins sem er til þess að verja fyrir alvöru íslenskri veðráttu.

Viðhald er lykilatriði – Bíllinn þinn er ekki skotheldur

Allt yfirborð sem hefur verið keramikvarið með Q2 línunni frá Gyeon Quartz er með rispuvörn þar sem yfirborðið er töluvert sleipara og sterkara en óvarið yfirborð. Hins vegar er bíllinn ekki skotheldur og því er viðhald á vörninni lykilatriði. Ekkert mál er að halda bílnum glæsilegum á ábyrgðartíma varnarinnar en fylgja þarf leiðbeiningum í ábyrgðarskilmálum. Þvottaburstar á bílaþvottastöðvum, rangar þrifaaðferðir o.fl. getur rispað lakkið þrátt fyrir að keramikvörn sé á bílnum. Með réttu viðhaldi helst bíllinn glæsilegur og vörnin helst lengur.

Haldast eiginleikar keramikhúðarinnar óbreyttir?

Með keramikvörn hrindir bíllinn mjög vel frá sér vatni og óhreinindum og með réttu viðhaldi með réttum sápum, viðhaldsefnum frá Gyeon Quartz Q2M þrifalínunni o.fl. (sjá ábyrgðarskilmála) er hægt að viðhalda þeim eiginleikum. Ef viðhaldi er ekki gætt munu þessir eiginleikar þó fara dvínandi.