Fara í efni
 • Viðhaldsþörf

  Til að auka rekstraröryggi bílsins þíns er mikilvægt að skilja þörf hans á reglubundnu og fyrirbyggjandi viðhaldi. Hér finnur þú einfalt yfirlit yfir þjónustuþörfina í tímaröð sem miðast við þjónustuaðgerðir samkvæmt dagatali eða ekinni vegalengd og er miðað við það atriði sem fyrr kemur. 

  Ávinningur þess að færa bíla til reglubundins viðhalds sem unnið er samkvæmt verkslista sem skilgreindur er fyrir hvern bíl er í meginatriðum eftirfarandi:

  • Minnkar áhættuna á óvæntum bilunum og þeim truflunum sem af þeim stafa.
  • Fækkar óvæntum verkstæðisheimsóknum og minnkar þann tíma sem bíllinn er ekki til reiðu vegna óvæntra bilana. Reglubundnar skoðanir koma oft upp um litlar bilanir sem gætu vel vaxið í stórar og dýrar viðgerðir.
  • Reglubundið og skipulagt viðhald er þegar upp er staðið ódýrara, ef rétt er staðið að því og gert er við litlu atriðin sem geta átt það til að vaxa.
  • Reglubundið og skipulagt viðhald eykur endingu bílsins, stuðlar að betra endursöluverði og viðheldur ábyrgð bílsins á þeim ábyrgðartíma sem fer fram yfir tveggja ára lögbundnu ábyrgðina.

  Allir þeir sem kaupa sér bíl vita að slík fjárfesting tekur á hjá flestum. Þessi eign er mun líklegri til að halda verðgildi sínu miklu lengur með vönduðu reglubundnu viðhaldi, þjónustuskoðunum og nauðsynlegum viðgerðum.

  Bóka tíma í þjónustuskoðun

  Þjónustuþörf tengiltvinnbíla fylgir þörfum bensín- eða dísilbíla.