2.14.87.1, 2019-04-02 08:54:09

Volkswagen ID. 3

Vörunúmer

ID.3 markar upphafið að nýju og kraftmiklu skeiði í rafakstri. Rafmögnuð akstursafköst, tímamótahönnun og hagnýt drægni. Fólk sækir í breytingar. Framtíðin er reiðubúin og hún bíður.

Hér er hægt að tryggja sér eitt af fyrstu eintökum ID. 3 1st Edition sem verður framleiddur í takmörkuðu upplagi eða 30.000 eintökum í Evrópu. Með kaupum á 1st Edition færðu sérstaka viðhafnarútgáfu á undan öðrum.

Miðað við íslenskt gengi þann 9. september 2019 og núverandi ívilnanir mun grunnverð á ID.3 verða innan við fjórar milljónir íslenskra króna. Viðhafnarútgáfan sem er í forsölu núna er ID.3 1st edition og mun kosta í kringum 4.500.000 íslenskra króna.

Upplýsingar um vöru:

ID.3 1st Edition verður sérstök viðhafnarútgáfa sem býður upp á:

  • 58 kWh rafhlöðu sem er áætluð með 420 km (WLTP) drægni.
  • Með 400 km drægni dugar fyrir meira en 80% af aksturs- og ferðaþörfum flestra.
  • Hraðhleðslutækni með 100-125 kW DC.
  • 260 km hleðsla næst í 30 mínútna kaffipásu með jafnvel minnstu tegundinni af ID., 100 kWh.
  • Skemmtilegur í akstri: Hröðun sem veldur gæsahúð, góð tilfinning fyrir umhverfinu, framúrstefnuleg hönnun og auðvelt að stjórna með raddstýringu.
  • ID.3 opnar augun og lítur vingjarnlega á þig þegar þú nálgast hann.

Næstu skref eftir forpöntun verður að ganga frá pöntun á sjálfum bílnum en Volkswagen mun á haustmánuðum hafa samband við þá sem forpanta til að ganga frá pöntun.

Framleiðsla á ID. 3 1st Edition hefst í lok árs 2019, afhending verður um mitt ár árið 2020.

Forpöntun tryggir þér viðhafnarútgáfu ID. 3 1st Edition en engin skuldbinding fylgir því að ganga frá forpöntun og hægt er að fá endurgreitt hvenær sem er áður en pöntunarferlið hefst í haust.

Verðm/vsk150.000 kr.