Fara í efni

Smurþjónusta

Við höfum
sérþekkinguna

Smurþjónusta Heklu er vottuð samkvæmt ýtrustu gæðakröfum og hefur sérleyfi til að starfa með merki sinna framleiðenda. Við notum eingöngu olíur og síur sem viðurkenndar eru af framleiðendum en það tryggir lengri líftíma bílsins og eykur endursöluverðmæti.

Þegar þú mætir til okkar veistu að bílinn þinn fær rétta meðhöndlun.

Fagleg vinnubrögð

Starfsfólk smurþjónustu vinnur eftir ströngum reglum þar sem hreinlæti og umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð.

Við veitum smurþjónustu fyrir allar Audi, Skoda, Volkswagen og Mitsubishi bifreiðar eftir kröfum framleiðandanna um gæði efna og þjónustuferla.

Hvað viltu gera næst?

Þjónustutorg Heklu býður alhliða þjónustu fyrir bílinn þinn. Hvort sem þú vilt renna við til að fá aðstoð við að skipta um peru eða fá þrif fyrir bílinn þinn. Þú getur komið með bílinn og sótt hann þegar þér hentar með tilkomu lyklaboxins og lyklalúgunnar.