Fara í efni

Varahlutir

Veldu réttu varahlutina
fyrir bílinn þinn

Netfang vara- og aukahluta: bilavarahlutir@hekla.is

Réttir varahlutir eiga að tryggja tímasparnað við viðgerð, öryggi, endingu og ábyrgð. Varahlutir og bíll eru hannaðir samhliða. Við hönnun er tekið tillit til þátta eins og þyngdar, verðflokks, eiginleika, öryggisstaðla og þurfa varahlutir að standast allar kröfur um öryggi og nákvæma smíði.

Strangar prófanir hjá
framleiðendum

Orginal varahlutir eru hannaðir til að vinna með öðrum hlutum bílsins sem dæmi þurfa bremsur, klossar og diskar að vera í samræmi við þyngd, dráttargeta og afl bíls.

Bílaframleiðendur láta framleiða mikið af varahlutum fyrir sig. Þeir setja þá kröfur í samræmi við það álag sem hluturinn þarf að standast og eru settir í gegnum prófanir hjá verksmiðjunum og síðan hjá bílaframleiðendunum.

Varist
eftirlíkingar

Vara sem ekki stenst kröfur bílaframleiðenda en stenst þó lámarkskröfur getur farið á markað sem svokölluð „aftermarket“ vara. En þó varahlutur passi segir það ekki alla söguna. Framleiðendur eru til að mynda sífellt að endurbæta varahlutina og varahlutur getur verið endurbættur til að mæta þeim kröfum sem upp hafa komið á notkunartíma bílsins.

Eitthvað hefur verið um að eftirlíkingar hafa verið framleiddar og seldar í umbúðum viðurkenndra aðila svo við mælum með að ætlir þú að versla á netinu gerir þú það í gegnum viðurkenndan söluaðila. Hafðu í huga að verð og gæði varahluta eru almennt tengd.

Í stuttu
máli

Til að gefa þér innsýn um nokkrar tegundir aukahluta:

Genuine Parts

 • Hannaðir í bílinn
 • Standast ströngustu kröfur
 • Samstillt virkni
 • Passa /afgreiðslu öryggi
 • Styttri viðgerðar tími
 • Ábyrgð og ending
 • Eru í stöðugri þróun

Economy Parts

 • Hannaðir í bíla 5 ára og eldri
 • Standast gæða kröfur
 • Passa/ Styttri viðgerðar tími
 • Hagstætt verð
 • Ábyrgð og ending
 • Eru í stöðugri þróun
 • Vaxandi vöruúrval

Exchanges Parts

 • Genuine gæði
 • Endurbyggt af Volkswagen
 • 2 ára ábyrgð
 • 60 flokkar 10.000 vörunúmer
 • Skilagjald/ekki rukkað af Heklu í dag
 • Þarfa að skila innan 15 daga
 • Náttúruvænt
 • Ódýrari kostur