Fara í efni
Til baka í yfirlit

Af hverju rafmagnsbíll?

Helstu kostir

  • Umhverfisvænn
  • Engin aðflutningsgjöld
  • Lægri bifreiðargjöld
  • Lægri rekstrarkostnaður
  • Ókeypis opinber bílastæði
  • Heimahleðsla

Drægni

Þegar þú hugsar um rafknúinn ferðamáta þá kemur næstum alltaf upp spurning um drægni. 

Raundrægni

Raundrægni miðar við mismunandi aðstæður svo sem hitastig, aksturslag, hraða, vegum og notkun aðstoðarbúnaðar. Drægnisbreidd á ofangreindri mynd miðar við áætlaða meðaltalsdrægni um 80% ökumanna. Neðri mörkin miða við kaldara loftslag og styttri vegalengdir í akstri. Til viðbótar geta vetrardekk, negld eða ónegld og kaldur íslenskur vetur haft neikvæð áhrif á drægni.

Í daglegri umferð

Ferðu í margar stuttar ferðir á hverjum degi? Kannski keyrirðu krakkana í skólann á morgnana, keyrir síðan í vinnuna og ferð loks að versla í eftirmiðdaginn. Ef þú ert eins og meðalmaðurinn í umferðinni og ekur rafbílnum um 40 km á dag þá þarftu aðeins að hlaða rafbílinn einu sinni eða tvisvar í viku, eftir stærð rafhlöðunnar. Þú getur hlaðið hann heima með því að nota veggbox sem er valbúnaður. Þetta þýðir að þú getur sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn hlaðinn orku.

Helgarferðir og styttra frí

Þú kemur örugglega til með að fara í nokkrar lengri ferðir á rafbílnum á ári, hvort sem það er til að heimsækja ættingja, heimsækja nýja staði eða fara bara aðeins út í náttúruna, um páskana eða í sumarfríinu. Á rafbíl með um 400 km. drægni getur þú komist ýmsar vegalengdir og á marga áfangastaði án þess að bæta á hleðsluna. Og ef það dugar ekki geturðu gert stutt hleðslustopp í um 15 til 30 mínútur með úttaki upp á 100 til 123 kW og náð drægi upp á 180 til 320 km. Þetta þýðir að þú þarft ekki að breyta aksturslagi þínu á þessum ferðum enda ertu hvort eð oftast að stoppa einu sinni eða tvisvar á leiðinni í lengri ferðum.

Skrepptu í nokkra daga frí

Vissir þú að þú þarft bara að hlaða rafbílinn þrisvar til fjórum sinnum í ferð sem tekur 1.000 km? Þú getur hlaðið rafbílinn upp að 80% með stoppi á rafhleðslustöð með úttaki upp á 100 til 125 kW og 30 mínútna stoppi. Þetta þýðir að þú kemst langar vegalengdir. Við skulum vera hreinskilin. Það er ekkert að því að teygja úr sér og fá sér snarl eða kaffibolla af og til.

Hleðsla

Rafknúinn ferðamáti mun hafa varanleg áhrif á hvernig við fyllum á bílana okkar. Þú þarft ekki lengur að keyra á bensínstöðina. Þú getur hlaðið rafhlöðuna í rafbílnum þínum nánast hvar sem er. Þegar þú hefur prófað þá áttarðu þig á því að þetta er næstum því jafn auðvelt og að hlaða snjallsímann þinn!

Hvernig hleð ég bílinn?

Veggbox

Veggbox er háspennu innstunga sem fest er á vegginn fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum veggbox þá þarftu einfaldlega að stinga tenglinum á hleðslusnúrunni í innstunguna í bílnum og hleðslan hefst.

Á hleðslustöðum

Tengillinn fer inn og orka kemur út. Það er jafn þægilegt að hlaða á hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum. Yfirleitt er hleðslusnúra áföst. Ef það er ekki hleðslusnúra á hleðslustöðinni þá geturðu einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu.

Hleðslubox: AC hleðsla

Rafhleðslu er skipt í tvær gerðir. Í AC hleðslu umbreytir AC/DC straumbreytirinn aflinu úr almennri AC grind í jafnstraum. AC hleðsla fyrir MEB virkar á 7 til 11 kW. Full hleðsla rafhlöðu á 11 kW tekur á milli 5 til (fyrir minni rafgeyma) 8 klukkustundir, til dæmis. Þannig að ef þú ert með veggbox heima þá geturðu sett í gang fulla hleðslu á 11 kW á hverju kvöldi. Það ætti líka að vera mögulegt að endurhlaða rafmagnið sem þú þarft í ferðir hverrar viku á um 5 til 8 klukkustundum á vinnustaðnum þínum. Á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis við stórmarkaði, verður í framtíðinni hægt að endurhlaða bíliinn fyrir raforkuþörf dagsins á um einni klukkustund.

Hleðslubox: DC hleðsla

Er riðstraumi umbreytt í jafnstraum áður en hann kemst í snertingu við bílinn – til dæmis á hleðslustöðvum. Kosturinn við þetta er sá að hærra úttak næst við hleðslu, til dæmis á þjóðveginum, og þetta dregur úr tímanum sem þarf í hleðsluna.

Þú stingur í samband, aflæsir og aftengir – það er ekki flóknara að hlaða rafbílinn þinn. Á síðustu árum hafa tvær gerðir af hleðslutenglum orðið staðalbúnaður í Evrópu.

Spurt og svarað

Það er ýmislegt sem maður hugsar um þegar skipta á um bíl og hvað þá þegar maður er að færa sig yfir í nýjan aflgjafa. Hér koma nokkrar algengar spurningar og svör við þeim.

Eru rafbílar ekki með allt of stutta drægni?

Einhverjir algengustu fordómar gegn rafbílum sem heyrast eru þeir að við komumst ekki langt á þeim. En þetta er liðin tíð því drægni nýrra rafbíla til dæmis í ID. fjölskyldunni og Skoda Enyaq sem byggt er á MEB-kerfinu er miklu meira en þig grunar. Drægni nýrra rafbíla getur verið á bilinu 300 til 550 km skv. WLTP-staðlinum, en það fer eftir stærð rafgeymis, dekkjum og lögun yfirbyggingar hvers bíls.

Er öruggt að hlaða rafbíl?

Rafbíllinn þinn er öruggur, jafnvel í rigningu og raka. Sem börnum er okkur kennt að rafmagn sé hættulegt, sérstaklega ef það blandast vatni. Engu að síður er ekkert að óttast þegar rafbíll er hlaðinn í rigningu, til dæmis. Vegna þess að svo lengi sem rafhlaðan og hleðslustöðin uppfylla staðla þá flæðir ekkert rafmagn fyrr en örugg tenging hefur komist á. Þú getur líka ekið í gegnum bílaþvottastöð eða opnað vélarhlífina í rigningu án þess að nein áhætta sé tekin. Rafbíllinn þinn er líka jafn öruggur og hvaða annar bíll sem er í þrumum og eldingum.

Hvernig er að aka rafbílum?

Það er miklu skemmtilegra að aka rafbílum en þig kann að gruna. Sumir halda að rafbílar séu hægir og þunglamalegir með sinn stóra rafgeymi. En það er öðru nær. Í fyrsta lagi þurfa þeir ekki sprengivél eða gírkassa og í öðru lagi er rafgeymirinn innbyggður í gólfið. Það lækkar þyngdarmiðpunktinn og veldur því að þunginn dreifist betur. Auk þess eru litlir en öflugir rafmótorar á öxlunum. Tafarlaus hröðun án gírskiptinga þýðir að þú getur skemmt þér eins vel við aksturinn og í go-kart bíl – og gangurinn er hljóðlátur. Hljómar það ekki bara frekar vel?

Er flókið að hlaða rafbíl heima?

Þú þarft bara hleðslusnúra og tengingu við rafmagn. Auðveldasta leiðin til að hefja daginn á fullhlöðnum rafbíl er að hafa hleðslustöð við húsdyrnar. Þetta er ekki bara kostur fyrir eigendur einbýlishúsa heldur hentar líka í bílskúra fyrir utan blokkir. Þú getur sett þar upp veggbox og þá þarftu bara hleðslusnúru til að hlaða rafbílinn. Þú getur líka notað kapalinn sem veittur er fyrir hleðsluna. Það tekur dálítið lengri tíma en er jafn einfalt.

Það eru of fáar hleðslustöðvar

Þú getur hlaðið á rafmagni næstum hvar sem er. Þú getur alltaf hlaðið bílinn heima með því að nota veggbox (Wallbox). Þannig getur þú sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn fullur af orku. Hleðslustöðvum í almannarými fer líka fjölgandi.

Það má til dæmis finna margar hleðslustöðvar á bílaplönum, við verslanir og verslanamiðstöðvar. Auk þess bjóða sífellt fleiri vinnuveitendur starfsmönnum sínum upp á að hlaða bílinn á hleðslustöðvum fyrirtækisins.

Það verður líka brátt hægt að hlaða bílinn á þægilegan hátt á langferðum. Hleðslustöðvar á Íslandi má finna á um það bil 150 kílómetra fresti allan hringveginn en finna mér kort yfir stöðvar ON hér og Ísorku hér.