Fara í efni

Opið þegar þér hentar

Nýttu þér rafrænar leiðir
í samskiptum við Heklu

Þú getur komið með bílinn og sótt hann utan hefðbundins opnunartíma.
 
Þjónustuverkstæði Heklu er við Laugaveg 174 í aðalhúsnæði Heklu.

Nánari upplýsingar

Þegar þú skilur bílinn eftir

 • Ef þú vilt koma utan opnunartíma getur þú skilað bíllykilinum inn um lyklalúguna sem er við vinstri aðalhurð Heklu.
 • Þú fyllir út eyðublað á www.hekla.is/lyklaluga og setur bíllykilinn í umslag sem þú merkir bílnum.

Þegar þú greiðir

Ef þú hefur óskað eftir að greiða rafrænt færðu sent SMS með greiðsluhlekk þegar þjónustu er lokið þar sem þú getur líka skoðað reikninginn.

Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði:

 • Greiðslukort (debet eða kredit)
 • Krafa í netbanka (tilkynningar- og greiðslugjald bætist við upphæðina)
 • Dreifa greiðslunni niður á nokkra mánuði (kostnaður við greiðsludreifingu fer eftir verðskrá Greiðslumiðlunar sem rekur PEI)

Þegar þú sækir lykilinn

Ef þú óskar eftir að fá lykilinn afhentan í lyklabox lætur þú vita þegar þú bókar tíma í þjónustu, með skráningu á netinu eða þegar þú kemur með bílinn til okkar

 • Eftir að þjónustu er lokið og gengið hefur verið frá greiðslu færðu tölvupóst frá Heklu með aðgangsnúmeri að útihurð og lyklaboxi
 • Lyklaboxið er staðsett við inngang sýningarsals Skoda
 • Þú slærð inn 4 stafa lykilorð á takkaborði við útihurð
 • Þú velur Key Pickup á snertiskjánum
 • Þú slærð inn 8 stafa aðgangsnúmer fyrir lyklaboxið
 • Nú á lyklaboxið þitt að opnast
 • Þú tekur lykilinn úr boxinu og lokar því

Ef þú lendir í vandræðum er neyðarnúmer Heklu 825 5640

Ef þig vantar reikning

 • Skráðu þig inn á „Mitt Torg“ hér efst til hægri og prentaðu reikninginn
 • Sendu okkur línu á thjonusta@hekla.is og við sendum þér reikninginn

Hafðu samband

Þjónusturáðgjafar Heklu eru við frá 8.00 til 17.00 alla virka daga. 

Símanúmer

Símanúmer þjónustuvers Heklu er
590 5030

Tölvupóstur

Tölvupóstfang þjónustversins er thjonusta@hekla.is

Netspjall

Netspjall er hér niðri til hægri á heimasíðunni