Fara í efni

Verkstæðisþjónusta

Úrvalsliðið
gjörþekkir bílinn þinn

Starfsfólk Heklu hefur áralanga reynslu í að annast viðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi.

Þjónustuverkstæði Heklu er við Laugaveg 170-174 í aðalhúsnæði Heklu.

Við erum sérhæfð í hverri bíltegund fyrir sig og tileinkum okkur nýjustu tækni hverju sinni. Stöðug miðlun þekkingar frá framleiðendum ásamt virku námskeiðshaldi allan ársins hring gerir okkur kleift að annast þína bifreið eins vel og möguleiki er á. Þekking okkar styttir tíma og eykur öryggi í bilanagreiningu sem leiðir til mun bættrar þjónustu við þig.

Þjónustuskoðun fyrir
verðgildi og ábyrgð

Bílar geta verið með stærri fjárfestingum sem lagst er í og því mikilvægt að viðhalda verðgildi þeirra. Við hjá Heklu veitum tveggja ára ábyrgð á öllum varahlutum og þeirri vinnu sem framkvæmd er á verkstæði okkar. Með því að færa bílinn þinn í reglubundnar þjónustuskoðanir (sjá þjónustuþörf) stuðlar þú að lengri líftíma bílsins, endingu og öryggi. Einnig tryggir gott viðhald hámarksverð í endursölu og gerir bílinn þinn mun vænlegri söluvöru.

Það er okkar metnaður að þú verndir fjárfestingu þína eins vel og mögulegt er.

Strangt eftirlit

Við störfum eftir ströngum reglum og virku þjónustueftirliti frá framleiðendum okkar og gerum verðtilboð út frá því. Skriflegur samningur er gerður við þig um verð og umfang viðgerðarinnar og þannig veistu að hverju þú gengur. Við leitum ávallt bestu leiða í viðgerðum og reynum þannig að koma til móts við þig á sem hagkvæmastan hátt.

Háþróaður tæknibúnaður

Við bjóðum upp á bestu mögulegu aðstöðu á bifreiðaverkstæði okkar. Við erum með sérhæfð verkfæri og tölvubúnað til að sjá um bilanagreiningu og viðgerðir á bílnum þínum ásamt sérútbúnum forgreiningarbúnað. Þegar þú kemur í ástandsskoðun til okkar þá færðu greinargóða skýrslu um bílinn.

Verkstæðið uppfærir reglulega búnað og sérverkfæri samkvæmt kröfum framleiðanda.

Hvað viltu gera næst?

Þjónustutorg Heklu býður alhliða þjónustu fyrir bílinn þinn. Hvort sem þú vilt renna við til að fá aðstoð við að skipta um peru eða fá þrif fyrir bílinn þinn. Þú getur komið með bílinn og sótt hann þegar þér hentar með tilkomu lyklaboxins og lyklalúgunnar.