Fara í efni

Fyrsti Mitsubishi Eclipse Cross afhentur!

Fyrsti Mitsubishi Eclipse Cross afhentur!

Nýjasti meðlimur Mitsubishi kom með vorinu og var frumsýndur á stórsýningu Heklu í mars. Móttökur hans hafa verið mjög góðar og nú eru fyrstu bílarnir að koma til landsins og í hendur nýrra eigenda. Það var Sigrún Halldórsdóttir sem fékk þann fyrsta í hendurnar, Eclipse Cross Instyle í Titanum Grey lit.

Eclipse Cross er nettur en rúmgóður með góða veghæð og hlaðinn staðalbúnaði. Hann sker sig úr fjöldanum með skörpum línum og hlaut nýverið ein virtustu hönnunarverðlaun heims, Good Design, fyrir framúrskarandi og nýstárlega vöruhönnun. Eitt af því sem vakið hefur mikla eftirtekt er einkennislitur bílsins, ástríðuþrunginn rauður litur, sem var hannaður sérstaklega fyrir Eclipse Cross.

Eclipse Cross í ástríðuþrungna litnum P62

Þrjár útfærslur eru í boði, Invite, Intense og Instyle, og hægt er að fá Eclipse Cross bæði sjálfskiptan og beinskiptan og fram- eða fjórhjóladrifinn. Meðal staðalbúnaðar eru 18“ álfelgur, hiti í framsætum, fjölnota upplýsingaskjár í mælaborði í lit, rafknúið aflstýri með hallastýringu og bakkmyndavél og hann kostar frá 3.990.000 kr.

„Eclipse Cross er mjög skemmtileg viðbót í jepplingaflokkinn hjá Mitsubishi og er mitt á milli ASX og Outlander í stærð. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda er Eclipse flottur og tæknilega fullkominn bíll á frábæru verði. Núna erum við komin með bíla á lager til afhendingar strax, “ segir Guðmundur Snær Guðmundsson í söludeild Mitsubishi.