Fara í efni

JóiPé, Króli og pylsupartí á Skoda daginn!

JóiPé, Króli og pylsupartí á Skoda daginn!

 Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Tónlistarmennirnir JóiPé og Króli taka nokkur vel valin lög og salurinn okkar verður fullur af skemmtilegum Skoda bílum.

Jepplingabræðurnir Kodiaq og Karoq láta sig ekki vanta en þeir hafa slegið í gegn með útliti sem tekið er eftir og aksturseiginleikum sem gera lífið skemmtilegra.

Nýjasta útfærslan af þriðju kynslóð Skoda Fabia er komin til landsins og verður til sýnis. Skemmtilegar breytingar hafa verið gerðar á þessum spræka borgarbíl sem er orðinn enn rúmbetri og aksturs- og öryggiskerfum hefur fjölgað. Hönnun á ytra útlit hefur einnig verið uppfærð og Fabia skartar nú LED ljósum að framan og aftan og bæði ljós og grill hafa fengið andlitslyftingu.

Stjarnan okkar, vinsæli fjölskyldubíllinn Skoda Octavia, fagnar 60 árum á árinu og henni fylgir sérstakur afmælispakki sem má skoða nánar hér að neðan.

https://www.hekla.is/is/um-heklu/frettir/skoda-octavia-er-60-ara-og-thu-faerd-pakka

SKODA er til húsa að Laugavegi 170-174 og opið verður frá 12 til 16 á laugardaginn. Allir velkomnir!