Fara í efni

Volkswagen-veisla!

Volkswagen up! Beats er hljómfagur og litríkur
Volkswagen up! Beats er hljómfagur og litríkur
Nýr Volkswagen up! verður frumsýndur á stórsýningu HEKLU laugardaginn 14. janúar. Þessi töfrandi tískutöffari er orðinn ennþá ferskari en áður eftir glæsilega uppfærslu. Stuðarinn hefur fengið andlitslyftingu og LED-ljós eru nú staðalbúnaður. Þak og hurðarspeglar bjóðast ...

Nýr Volkswagen up! verður frumsýndur á stórsýningu HEKLU laugardaginn 14. janúar. Þessi töfrandi tískutöffari er orðinn ennþá ferskari en áður eftir glæsilega uppfærslu. Stuðarinn hefur fengið andlitslyftingu og LED-ljós eru nú staðalbúnaður. Þak og hurðarspeglar bjóðast í nýjum litum, álfelgur fást í lit og sæti eru með nýju sniði. Þá er snjallsímasamþætting nýjung þar sem síminn er settur í stand fyrir ofan miðstöðina og notaður sem stjórnborð fyrir upplýsinga- og afþreyingakerfi með leiðsögukerfi. Leðurklætt aðgerðastýri og bakkmyndavél er í fyrsta skipti valmöguleiki í up! Up! er lipur borgarbíll sem lætur vel að stjórn og hann kemur í mörgum skemmtilegum útfærslum. Tónlistarunnendur fagna honum í Beats-útfærslunni sem kemur með 300 vatta hljómflutningskerfi úr smiðju hip-hop listamannsins Dr. Dre. Metanútfærslan Eco up! er jafnvígur á metan og bensín og eyðir einungis 44 m3 í blönduðum akstri. Eldsneytiskostnaður er lægri þar sem metanverð er talsvert  ódýrari orkukostur en bensín og að auki er verðið á eco up! einstaklega hagstætt því hann ber engin vörugjöld. Rafmagnsbíllinn e-up! kemst allt að 150 kílómetra á einni hleðslu.

Forsýning og forsala á nýrri kynslóð Volkswagen Amarok hefst á stórsýningunni. Í nýjum Amarok sameinast 100% lúxus og 100% pallbíll án nokkurra málamiðlana. Hann kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu og dráttargetan er 3500 kg. Notkunarmöguleikar Amarok eru miklir en hann er með mikið innanrými og stóran pall og er þægilegur í jafnt lengri sem styttri ferðum. Beygjuradíusinn er innan við 13 m. sem gerir hann einstaklega lipran í borgarumferð auk þess sem hann tæklar erfiðustu aðstæður með fullkomnu fjórhjóladrifi og er sérlega stöðugur í akstri. Búnaðurinn í nýjum Amarok er einstaklega ríkulegur og meðal staðalbúnaðar má nefna hita í framsætum, tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18" álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. Í Highline Plus útfærslunni eru LED aðalljós og bakkmyndavél og slíkt eintak verður til sýnis á forsýningunni.

Forsala á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Volkswagen e-Golf og tengiltvinnbílsins Golf GTE hefst í HEKLU á laugardaginn. Hugvitsamlegar lausnir hafa gert hönnunina á e-Golf enn meira heillandi en ásamt nýjum stuðara er það einkum nýju LED afturljósin sem einkenna þessa nýju hönnun. Hann fær nýja innréttingu auk þess sem síðar á árinu verður Discover Pro margmiðlunartækið með 9.2“ glerskjá og WiFi hotspot í Premium útgáfu. Nýr e-Golf býður upp á mun meiri drægni en fyrirrennarinn og hann er fyrsti rafmagnsbíllinn með upplýsinga- og afþreyingakerfi sem býður upp á hreyfistýringu sem staðalbúnað. Milli kynslóða hefur meðaldrægni bílsins aukist um 50 prósent og er nú komin upp í 300 kílómetra samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle). Ýmsar fleiri breytingar hafa verið gerðar og sá nýi býður til að mynda upp á meira afl. Í nýrri útgáfu e-Golf er ný rafhlaða þar sem orkugetan hefur verið aukin úr 24,2 kWh upp í 35,8 kWh og aflið hefur aukist úr 15kW í 100 kW. Togkraftur hefur aukist úr 200 Nm í 290 Nm og Volkswagen hefur líka bætt afköstin. Þrátt fyrir aukningu afls og drægni hefur sama sparneytnin haldist óbreytt. Nýr e-Golf hentar sérstaklega vel í hversdagsakstri. Nú er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir alla að skipta yfir í vel út búinn og útblásturslausan einkabíl.

Hér má sjá myndir af frumsýningar- forsýningar- og forsölustjörnum Volkswagen: