Fara í efni
 • Um Heklu

  HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bílum með það að leiðarljósi að veita úrvals þjónustu og ráðgjöf. Hjá HEKLU starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna. HEKLA er umboðsaðili Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi á Íslandi. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.

  HEKLA býður upp á alhliða bifreiðaþjónustu og býr yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar. Þjónustuverkstæði okkar býður upp á hágæða smurþjónustu og notar viðurkennda varahlutir sem eru hannaðir eru fyrir bílinn þinn. 

  Aðalstöðvar HEKLU eru við Laugaveg 170 - 174 en HEKLA Notaðir Bílar eru staðsettir á Kletthálsi 13 þar sem er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla.   

  HEKLA starfar undir leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Vegagerðinni.

  Saga HEKLU