Tryggðu þér Outlander fyrir hækkun
Áætlað er að breytingar á vörugjöldum leiði til verulegra hækkana á dísel, bensín og hybrid bifreiðum um áramót, ef tillaga stjórnvalda nær fram að ganga.
Áætlað er að breytingar á vörugjöldum leiði til verulegra hækkana á dísel, bensín og hybrid bifreiðum um áramót, ef tillaga stjórnvalda nær fram að ganga.
Fjórhjóladrifinn Škoda Elroq 85x er nú loksins kominn í sýningarsalinn. Fullkominn bíll fyrir íslenskar aðstæður!
Škoda Elroq hefur farið sigurför um heiminn og hlaut m.a. nýlega fyrstu verðlaun í flokki rafknúinna fjölskyldubíla (What Car? - Car of the Year Awards 2025).
Tryggðu þér Skoda Elroq með fullum rafbílastyrk fyrir áramót!
Áætlað er að styrkur til rafbílakaupa lækki um allt að helming um áramótin.
Kíktu á úrval rafbíla hjá Heklu og tryggðu þér fullan styrk fyrir lækkun um áramótin.
Nánari upplýsingar um rafbílastyrk má finna hér
Hekla hvetur alla bíleigendur til að athuga hvort innköllun vegna loftpúða eigi við um þeirra bíl.
Það er einfalt mál að fletta þínum bíl upp, þú þarft eingöngu bílnúmer eða verksmiðjunúmer sjá hér og á Mínu Torgi.
Hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna: hekla@hekla.is - 590 5030 - Netspjall á hekla.is
Öryggi okkar viðskiptavina skiptir okkur höfuðmáli.
Jómundur Ólason sauðfjárbóndi í Borgarfirði er einn þeirra manna sem tileinkað hefur sér almenna nægjusemi og nýtni. Meðal þess sem Jómundur hefur nýtt betur en margur er Skoda Octavia bíll sem kona hans keypti nýjan árið 2003.
Nú er svo komið að bíllinn hefur náð þeim mikla áfanga að kílómetramælir hans er kominn í 1.000.000 kílómetra.
Rafknúinn ferðamáti mun hafa varanleg áhrif á hvernig við fyllum á bílana okkar. Þú þarft ekki lengur að keyra á bensínstöðina. Þú getur hlaðið rafhlöðuna í rafbílnum þínum nánast hvar sem er. Þegar þú hefur prófað þá áttarðu þig á því að þetta er næstum því jafn auðvelt og að hlaða snjallsímann þinn!
Hvernig hleð ég bílinn?
Veggbox
Veggbox er háspennu innstunga sem fest er á vegginn fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum veggbox þá þarftu einfaldlega að stinga tenglinum á hleðslusnúrunni í innstunguna í bílnum og hleðslan hefst.
Á hleðslustöðum
Tengillinn fer inn og orka kemur út. Það er jafn þægilegt að hlaða á hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum. Yfirleitt er hleðslusnúra áföst. Ef það er ekki hleðslusnúra á hleðslustöðinni þá geturðu einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu.
Hleðslubox: AC hleðsla
Rafhleðslu er skipt í tvær gerðir. Í AC hleðslu umbreytir AC/DC straumbreytirinn aflinu úr almennri AC grind í jafnstraum. AC hleðsla fyrir MEB virkar á 7 til 11 kW. Full hleðsla rafhlöðu á 11 kW tekur á milli 5 til (fyrir minni rafgeyma) 8 klukkustundir, til dæmis. Þannig að ef þú ert með veggbox heima þá geturðu sett í gang fulla hleðslu á 11 kW á hverju kvöldi. Það ætti líka að vera mögulegt að endurhlaða rafmagnið sem þú þarft í ferðir hverrar viku á um 5 til 8 klukkustundum á vinnustaðnum þínum. Á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis við stórmarkaði, verður í framtíðinni hægt að endurhlaða bíliinn fyrir raforkuþörf dagsins á um einni klukkustund.
Hleðslubox: DC hleðsla
Er riðstraumi umbreytt í jafnstraum áður en hann kemst í snertingu við bílinn – til dæmis á hleðslustöðvum. Kosturinn við þetta er sá að hærra úttak næst við hleðslu, til dæmis á þjóðveginum, og þetta dregur úr tímanum sem þarf í hleðsluna.
Þú stingur í samband, aflæsir og aftengir – það er ekki flóknara að hlaða rafbílinn þinn. Á síðustu árum hafa tvær gerðir af hleðslutenglum orðið staðalbúnaður í Evrópu.