Audi Q8 e-tron frumsýndur
Hekla kynnti á dögunum Audi Q8 e-tron, alrafmagnaðan sportjeppa.
Audi Q8 e-tron er verðugur arftaki frumkvöðulsins með meiri drægni, hraðari hleðslu og enn skemmtilegri aksturseiginleikum.
Hekla kynnti á dögunum Audi Q8 e-tron, alrafmagnaðan sportjeppa.
Audi Q8 e-tron er verðugur arftaki frumkvöðulsins með meiri drægni, hraðari hleðslu og enn skemmtilegri aksturseiginleikum.
Skoda Enyaq RS Coupé iV er sportlegri og enn glæsilegri en fyrirrennarar hans. RS-inn er líka öflugasti Skoda bíllinn á götunni og kemur með sportundirvagni og fjórhjóladrifi. Eigum bíla til afhendingar.
Nýr Volkswagen ID.5 hefur til að bera framtíðarlegt útlit þar sem sameinast styrkur sportjeppans og flæðandi útlínur. Hönnun ytra útlits ID.5 er hrífandi og því nokkuð öruggt að bíllinn vekji hrifningu hvar sem hann sést.
ID. Buzz og ID. Buzz Cargo eru ekki aðeins frábærir atvinnubílar heldur einnig rúmgóðir fjölskyldubílar. Hvort sem þú ert í borginni eða úti á landi, að ferðast með fjölskyldunni eða í helgarferð með vinum, þá er ID. Buzz umhverfisvænni, þægilegri og hagkvæmari. Fáðu að kynnast nýrri, einstakri hönnun sem sameinar nútímalegt útlit og framsækna tækni.
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV er fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Eclipse Cross kemur hlaðinn búnaði og þægindum eins og lyklalausu aðgengi, bakkmyndavél, hraðastilli, þreytuviðvörun og fleiru. Kynntu þér þennan hakvæma kost!
Rafknúinn ferðamáti mun hafa varanleg áhrif á hvernig við fyllum á bílana okkar. Þú þarft ekki lengur að keyra á bensínstöðina. Þú getur hlaðið rafhlöðuna í rafbílnum þínum nánast hvar sem er. Þegar þú hefur prófað þá áttarðu þig á því að þetta er næstum því jafn auðvelt og að hlaða snjallsímann þinn!
Hvernig hleð ég bílinn?
Veggbox
Veggbox er háspennu innstunga sem fest er á vegginn fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum veggbox þá þarftu einfaldlega að stinga tenglinum á hleðslusnúrunni í innstunguna í bílnum og hleðslan hefst.
Á hleðslustöðum
Tengillinn fer inn og orka kemur út. Það er jafn þægilegt að hlaða á hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum. Yfirleitt er hleðslusnúra áföst. Ef það er ekki hleðslusnúra á hleðslustöðinni þá geturðu einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu.
Hleðslubox: AC hleðsla
Rafhleðslu er skipt í tvær gerðir. Í AC hleðslu umbreytir AC/DC straumbreytirinn aflinu úr almennri AC grind í jafnstraum. AC hleðsla fyrir MEB virkar á 7 til 11 kW. Full hleðsla rafhlöðu á 11 kW tekur á milli 5 til (fyrir minni rafgeyma) 8 klukkustundir, til dæmis. Þannig að ef þú ert með veggbox heima þá geturðu sett í gang fulla hleðslu á 11 kW á hverju kvöldi. Það ætti líka að vera mögulegt að endurhlaða rafmagnið sem þú þarft í ferðir hverrar viku á um 5 til 8 klukkustundum á vinnustaðnum þínum. Á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis við stórmarkaði, verður í framtíðinni hægt að endurhlaða bíliinn fyrir raforkuþörf dagsins á um einni klukkustund.
Hleðslubox: DC hleðsla
Er riðstraumi umbreytt í jafnstraum áður en hann kemst í snertingu við bílinn – til dæmis á hleðslustöðvum. Kosturinn við þetta er sá að hærra úttak næst við hleðslu, til dæmis á þjóðveginum, og þetta dregur úr tímanum sem þarf í hleðsluna.
Þú stingur í samband, aflæsir og aftengir – það er ekki flóknara að hlaða rafbílinn þinn. Á síðustu árum hafa tvær gerðir af hleðslutenglum orðið staðalbúnaður í Evrópu.