Fara í efni

Hulduheimsókn

Til þess að öðlast rétt á þátttöku í þessari gæðaprófun og frírri þjónustuskoðun eins og lýst er hér að ofan samþykki ég eftirfarandi:

  • að fara í gegnum hulduheimsóknarferilinn og svara spurningarlista að honum loknum
  • að panta tíma fyrir bifreiðina með símtali til viðkomandi þjónustuaðila
  • að koma með og sækja bifreið á opnunartíma verkstæða
  • að ég hafi ekki persónuleg tengsl eða hagsmuni við þjónustuaðilan sem framkvæmir verkið
  • að ég greiði sérstaklega kostnað vegna þátta sem tengjast ekki hefðbundinni þjónustuskoðun og hulduheimsókninni sjálfri
  • að þagnarskylda hvíli yfir hulduheimsókninni og niðurstöðum hennar
  • að ég muni eyða allt að 2 tímum á vinnutíma með ráðgjöfum Heklu
  • að bifreið mín hafi fengið fyrirbyggjandi viðhald (smur- og þjónustuskoðanir) skv. þjónustuskipulagi hennar hjá Heklu eða þjónustuumboðum sem eru í samstarfi við Heklu
  • að bifreiðin er minnst eins árs gömul og mest sjö ára gömul og ekin á milli 30.000 km. til 120.000 km.
  • að bifreiðin er ekki bundin þjónustusamningi við Heklu eða viðurkennt þjónustuumboð