Fara í efni

Andvirði virðisaukaskattsins sem lagður var á tengiltvinnbíla fellt niður

Hekla hefur náð samningum við Mitsubishi Motors sem gerir þeim nú kleift að bjóða takmarkaðan fjölda tengiltvinnbíla á verði síðasta árs.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á alla framleiðslu í heiminum og bílaframleiðsla er þar engin undantekning. Miklar tafir hafa orðið á framleiðslu vegna skorts á íhlutum sem hafa valdið því að bílar hafa verið að koma seinna til landsins en áætlað var.

Þegar kemur að tengiltvinnbílum hafa þessar seinkanir haft þau áhrif að því miður gátu ekki allir sem vildu nýtt sér þann ávinning sem fólst í því að enginn virðisaukaskattur var á tengiltvinnbílum (PHEV) fram til áramóta. Þegar virðisaukaskatturinn bættist við þá hækkuðu þessir bílar um 480.000. krónur.

Hekla hefur nú náð samningum við Mitsubishi Motors sem gerir þeim kleift að fella niður andvirði virðisaukaskattsins sem lagður var á tengiltvinnbíla 1. janúar 2022 og bjóða takmarkaðan fjölda bíla á 2021 verðinu. Með þessu vilja Hekla og Mitsubishi Motors koma til móts við þá sem ekki náðu að nýta sér ávinninginn af aðgerðum stjórnvalda vegna tafa á framleiðslu. „Við erum ótrúlega ánægð með það að hversu vel Mitsubishi tók í þessa óvenjulegu bón okkar og því að geta haldið áfram að styðja við breytingu bílaflotans á Íslandi yfir í vistvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Það er fjöldi fólks sem nýtir rafmagnið nær eingöngu til allra sinna daglegu ferða en finnst þó gott að geta haft bensínið fyrir lengri ferðir. Tengiltvinnbílar gera fólki kleift að nýta sér kosti rafmagnsins án þess þó að vera háðir því að þurfa að hlaða og hugsa margir um tengiltvinnbíla sem fyrsta skref í átt að vistvænni ferðamáta.

„Að sjálfsögðu verður öllum sköttum og gjöldum gerð full skil en samningurinn gerir okkur kleift að taka þessa 480.000 króna hækkun á okkur svo viðskiptavinurinn nýtur góðs af því. Við trúum því að þetta sé góð leið til að koma til móts við fólk í bílahugleiðingum sem vill velja rafmagn en treystir sér ekki í að taka skrefið til fulls,” segir Friðbert og bætir við að hægt sé að fá afhenda fjórhjóladrifna vel búna Mitsubishi Eclipse Cross PHEV á einungis örfáum dögum.

Hér er hægt að kynna sér kosti Mitsubishi Eclipse Cross og sjá lista yfir allan þann búnað sem hann hefur upp á að bjóða.

Hægt er að skoða úrvalið af fjórhjóladrifum Eclipse Cross hér.