Fara í efni

Audi A7 frumsýndur!

Á morgun, laugardaginn 2. júní, frumsýnir Hekla nýjan og glæsilegan Audi A7 sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Audi A7 Sportback er fulltrúi fyrir byltingarkennda hönnun Audi sem jafnframt endurspeglar skyldleikann við quattro fjórhjóladrifið. Það endurspeglast meðal annars fram í einstakri ljósahönnun, uppréttri framhlið, rammanum utan um grillið, hliðarútlínunum sem minna á tveggja sæta sportbíl og listrænni afturhlið. Útsýnisþak er valbúnaður. Það veitir 60% meira útsýni og baðar innanrýmið í dagsbirtu. Þegar útsýnisþakinu er lokað veitir sólhlífin 100% vörn fyrir sólarljósi. Marglitur og fullstýranlegur ljósapakki er valbúnaður sem lagar innanrýmið að ökumanninum. Nákvæmir ljósþræðir undirstrika útlínur og gera mælaborðið meira áberandi; enn fremur gera þeir inngöngu og útgöngu úr bílnum þægilegri í myrkri.

Stjórnbúnaður framtíðarinnar myndar eina hnökralausa heild. Tveir háskerpuskjáir með snertivirkni eru innbyggðir í mælaborðið og eru miðstöð stjórnbúnaðarins. Ökumaður stýrir upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á efri skjánum á meðan neðri skjárinn veitir aðgang að loftræstingu, þægindavirkni og textainnslætti. Aðalljós með A7 áletrun undirstrika framsækið ytra útlit bílsins

Audi TTS verður á staðnum! Sportbíllinn TTS er kraftmikill og spengilegur. Hvert einasta smáatriði er úthugsað. Lágur, breiður, teygður. Engri línu er ofaukið. Vandaður út í gegn með það markmið að vekja hrifningu og aðdáun með kraftmikilli fegurð. Nýr Audi TT er einn framsæknasti bíll okkar tíma.

Kaffitár verður með kaffibar á staðnum og verður kaffi ásamt súkkulaði frá Hafliða konfektgerðarmeistara á boðstólum. Litir og Audi litablöð fyrir krakkana.

Skoða heimasíðu Audi  ///  Skoða Audi á Facebook /// Skoða Audi á Instagram