Fara í efni

Fjölgun hleðslustöðva ON

Líkt og rafbílaeigendur vita þá snýst þetta allt um kílóWött, það er að segja hversu miklu rafmagni við komum frá hleðslustöðinni inn á bílinn þinn á sem skemmstum tíma. Nú er ON búin að stækka hleðslustöðvar þeirra við Baulu og í Víðigerði úr 150kW upp í 225kW.  

Í frétt frá ON segir: „Í maí verða síðan settar upp stærri og öflugri stöðvar á Flúðum, á Geysi, í Hveragerði og í Búðardal þar sem tveir bílar geta hlaðið í einu og þannig minnkað hleðslukvíðann hjá fleiri viðskiptavinum. Þetta er liður í því að bæta og styrkja okkar öfluga hleðslunet sem við höfum byggt upp frá árinu 2014.“ Einnig kemur fram í fréttabréfinu að ON-lykillinn færi viðskiptavinum 20% afslátt af heimilisrafmagninu og líka á hleðslustöðvum ON. Þá eru komnar 13 nýjar 22kW hleðslustöðvar í bílastæðakjallara Hörpu en aldrei hafa fleiri keypt sér rafbíl en nú og er nýliðinn marsmánuður sá stærsti frá upphafi í nýskráðum rafbílum. Hvorki fleiri né færri en 871 rafbíll var skráður á götuna í síðasta mánuði. Þá má finna nokkur góð ferðaráð á rafbíl á heimasíðu ON hér.