Fara í efni

Fréttatilkynning varðandi Polo 2018 frá Volkswagen

Hér meðfylgjandi er fréttatilkynning frá höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi varðandi frétt um Polo 2018. 

11.05.2018

Volkswagen tilkynnir innköllun á nýjustu kynslóð af Polo vegna vandamáls varðandi sætisbelti

→ Tæknileg lausn hefur verið fundin
→ Innköllunin hefst á næstu vikum
→ Öryggi er í hæsta forgangi hjá Volkswagen

Wolfsburg – Volkswagen hefur staðfest tæknilegt vandamál við nýja Polo-bíla (árgerð 2018). Verið getur að við ákveðnar, sjaldgæfar aðstæður (t.d. þegar skipt er snögglega um akrein með fimm farþega innanborðs) og þegar setið er í miðjusætinu og vinstra sætinu aftur í samtímis opnist læsing sætisbeltisins í vinstra sætinu. Öryggismál eru í efsta forgangi hjá Volkswagen og þegar hefur verið fundin tæknileg lausn á málinu: ný hönnun á beltalæsingunni sem kemur í veg fyrir að þetta gerist.

Það er bæði löglegt og öruggt að aka Volkswagen Polo en við ráðleggjum viðskiptavinum okkar þó að nota ekki miðjusætið í nýjum Polo-bílum fyrr en skipt hefur verið um beltalæsingu í bílnum. Volkswagen bíður þess nú að fá lokastaðfestingu frá viðeigandi yfirvöldum til þess að geta gert þessar breytingar, bæði við framleiðslu nýrra ökutækja og í ökutækjum sem þegar hafa verið afhend til viðskiptavina.

Á næstu vikum mun Volkswagen hefja innköllun. Viðskiptavinir fá bréf þar sem þeim verður boðið að panta tíma hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Bæði skoðunin og ísetning nýju beltalæsingarinnar verður endurgjaldslaus.