Fara í efni

Frumsýnum Skoda Rapid

Laugardaginn 16. mars frumsýnum við nýjan og glæsilegan Skoda Rapid milli kl. 12-16 í HEKLU. Boðið verður uppá léttar veitingar og reynsluakstur.Laugardaginn 16. mars frumsýnum við nýjan og glæsilegan Skoda Rapid milli kl. 12-16 í HEKLU. Boðið verður uppá léttar veitingar og reynsluakstur.

Laugardaginn 16. mars frumsýnum við nýjan og glæsilegan Skoda Rapid milli kl. 12-16 í HEKLU. Boðið verður uppá léttar veitingar og reynsluakstur.

Nýr valkostur fyrir fjölskylduna

Skoda Rapid er nýr fjölskyldubíll frá Skoda, sem er mitt á milli Fabia og Octavia hvað varðar stærð, en er í raun mun stærri, því ef hann er borinn saman við Volkswagen Golf sem dæmi, þá er Rapid 30 sentímetrum lengri en Golfinn.
Skoda Rapid skipar einnig sérstakan sess hjá Skoda því hann er fyrsti bíllinn sem kynntur er til sögunnar í nýrri hönnunarlínu Skoda.
Rapid er í raun ekki nýtt nafn hjá Skoda, því einn bíla Skoda á árunum á milli 1930-1940 hét einmitt Rapid, og þeir sem eldri eru muna einnig eftir sportlegum Skoda Rapid með vélina að aftan, sem var á markaði hér á landi upp úr 1980.

Fallegar línur

Fullkomin hlutföll, hreinar línur í hönnun og skarpar áherslur mynda sameiginlega fallegan heildarsvip. Framendinn er með nýtt yfirbragð af hálfu Skoda. Nýtt lógó eða auðkenni Skoda er nú eitt og sér fremst á bogmyndaðri miðju vélarhlífarinnar. Vatnskassahlífin er með fínlegum krómuðum ramma og lóðréttir dökkir rimlar undirstrika fínleikann enn frekar. Hönnun framljósanna, sem teygja sig út fyrir horn framendans, sýna þetta enn betur.

Hliðarlína bílsins einkennist af löngu hjólhafi og formið minnir frekar á sportlegan coupé-bíl en hefðbundinn fjölskyldubíl. Horft að aftan þá er stór afturhlerinn ekki aðeins notadrjúgur, því hann á sinn þátt í að undirstrika hönnun bílsins að utan enn frekar. Afturljósin með dæmigerðri C-lögun sem er einkenni nýrra bíla frá Skoda og nýja lógóið gera sitt til að Rapid er óneitanlega sérstakur.

Mjög rúmgóður

Þessi nýjasta viðbót í Skoda-línuna er ótrúlega rúmgóður þrátt fyrir að hann sé í raun ekki svo stór, því heildarlengdin er 4,48 metrar, breiddin er 1,7 metrar og hæðin er 1,46 m.. Haganleg hönnun gefur gott rými fyrir fimm manns og þann farangur sem fylgir. Pláss fyrir hné og höfuðrými er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki og farangursrýmið, sem rúmar 550 lítra, er nægilega stórt til að uppfylla þarfir flestra fjölskyldna.

Töluvert hefur verið lagt upp úr hönnun Skoda Rapid bæði að innan og utan. Sem dæmi má nefna geymslustað fyrir öryggisvesti undir sæti ökumanns, ruslakarfa innan hliðarhurð er handhæg fyrir fjölskyldufólk, en eitt smáatriði hönnun er bæði sniðugt og handhægt, en það er staðsetning á rúðusköfunni, því henni er haganlega fyrirkomið innan á bensínlokinu, þannig hún er innan seilingar þegar komið er út og bíllinn er hrímaður.

Mottan í farangursrýminu er „tvíhliða“ því önnur hliðin er með gúmmíklæðningu sem er hagkvæmt þegar flytja þarf óhreina hluti. Geymslustaðir, bollahöldur og netvasar á hliðum framsæta, allt eru þetta atriði sem undirstrika notagildi Skoda Rapid fyrir fjölskylduna.

Fimm stjörnu öryggi

Öryggið í Skoda Rapid er undirstrikað enn frekar með glæsilegri útkomu úr öryggisprófi Euro NCAP, en þar hlaut bíllinn fimm stjörnur og kom sérlega vel út hvað varðar öryggi og vörn fyrir fullorðna og börn, vörn fyrir fótgangandi og aðstoðarkerfi sem auka öryggi í akstri.
Rapid er búinn öryggispúðum að framan, á hlið og fyrir höfuð, hæðarstillanlegum öryggisbeltum, strekkjurum fyrir öryggisbelti og höfuðpúða. Rafeindastýrður stöðugleikabúnaður (ESC) og ABS-hemlalæsivörn er staðalbúnaður.

Viðbótarbúnaður eins og eftirlitskerfi með dekkjaþrýstingi, þokuljós með beygjuvirkni, og „hill-hold“ stýring sem auðveldar að aka af stað í brekku, eru atriði sem auka einnig á öryggisstigið í Skoda Rapid.

Þrjár bensínvélar og ein dísilvél

Grunngerðin er 1,2 lítra TSI, 4ra strokka 86 hestöfl (63 kW), sú vél er einnig í boði með forþjöppu og þá 105 hö (77 kW) Aflmesta vélin fyrir Rapid er sérlega áreiðanleg fjögurra strokka 1.4 TSI vél með forþjöppu, 122 hestöfl (90 kW). Eina dísilvélin í boði er1.6 TDI, með samrásarinnsprautun, 105 hestöfl (77 kW).

Nánar um Skoda Rapid