Fara í efni

Helgarfjörið

Fjöldi fólks lagði leið sína til Heklu um helgina þar sem haustinu var fagnað og fimm nýir bílar frumsýndir. Á boðstólnum voru ristaðar möndlur og kaffi sem setti svo sannarlega tóninn og kallaði fram sannkallaðan haustilm.

„Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hver margir sáu sér fært að líta við hjá okkur á laugardaginn þegar við frumsýndum fimm nýja bíla hjá Heklu. Stemningin var góð og greinilegt að það eru margir í bílahugleiðingum fyrir veturinn. Möndlu- og kaffiilmur umlukti húsið um helgina og setti tóninn fyrir komandi tíð sem við tökum fagnandi á móti,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Volkswagen kynnti nýjan Passat GTE sem er tengiltvinnbíll og hefur verið beðið síðan eldri útgáfan seldist upp fyrir nokkrum mánuðum. Helsta breytingin er að raforkudrægnin hefur aukist um 30% og hentar hann núna enn betur þeim sem vilja keyra á raforkunni eingöngu. Hann er líka enn snjallari og kemur með nýrri útgáfu af stýrikerfi en áður þar sem meðal annars er hægt að ræsa bílinn með snjallsíma í stað hefðbundins lykils.

Nýr sportjeppi átti sviðið hjá Audi þegar Audi Q5 TFSI e var kynntur en hann er einmitt líka tengiltvinnbíll og dregur allt að 40 km. á rafmagninu. Hann er með fyrirferðalítið hleðslukerfi og hlaðinn tæknibúnaði sem veitir aukin þægindi og styður við sparneytinn akstur.

Mitsubishi kynnti 2020 árgerðina af tengiltvinnbílnum Outlander PHEV sem slegið hefur í gegn síðustu mánuði en í honum kemur meðal annars nýtt og endurbætt hljóðkerfi. Einnig tefldu þeir fram ASX sem er nettur og sprækur sportjeppi sem hefur fengið glæsilega andlitslyftingu í takt við nýja línu Mitsubishi.

Þá nýtti Skoda tækifærið og frumsýndi metanbílinn Octavia G-Tec sem er kominn með nýju sniði. Stærsta breytingin á Octavia G-Tec er að nú kemur hann með tveimur metantönkum sem tryggir lengri drægni á innlendri orku.