Fara í efni

HEKLA býður afmælisbörnum á tónleika

Um þessar myndir fagnar HEKLA þeim merka áfanga að hafa verið starfandi í ein 85 ár. Saga fyrirtækisins er vörðuð skemmtilegum tímamótum sem hafa mótað starfsemina eins og hún er í dag.

Árið 1952 tók HEKLA að sér umboð fyrir Volkswagen á Íslandi. 1970 hófst innflutningur á Audi og 9 árum síðar var komið að Mitsubishi. Árið 1998 bættist Skoda í hópinn og í dag eru þetta þau fjögur merki sem HEKLA hefur umboð fyrir.

Í tilefni þessa stórafmælis kviknaði sú hugmynd að gleðja hin afmælisbörn ársins. Upplifun varð fyrir valinu og því var ákveðið að bjóða öllum 85 ára borgurum höfuðborgarsvæðisins til tónleika með valinkunnu tónlistafólki í Hörpu föstudagskvöldið 12. október. Hugmyndin var sú að notalegur tónlistarviðburður myndi höfða til þess fjölbreytta hóps sem fagnar afmælinu með okkur. Við vonumst til að sjá sem flesta og óskum 85 ára afmælisbörnum landsins til hamingju.