Fara í efni

Hekla er framúrskarandi fyrirtæki!

 

Hekla er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2025 og er þetta fimmta árið í röð sem Hekla hlýtur þessa viðurkenningu.

Við erum afar stolt af því að vera í hópi framúrskrandi fyrirtækja en Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð og eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð.  

Creditinfo hefur sl. 16 ár unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er eftirsóknarvert að skara fram úr og er það fagnaðarefni fyrir okkur hjá Heklu að tilheyra þessum hópi.