Fara í efni

ID. Buzz frumsýning

Þá er komið að því að einn elskaðisti klassíski bíllinn frá Volkswagen „Rúgbrauðið“ keyri inn í framtíðina. Volkswagen ID.Buzz er glærnýr rafmagnsbíll sem sækir innblástur sinn í gamla góða „Rúgbrauðið“ tekur það beint frá 1950 inn í framtíðina með einstakri hönnun, tækninýjungum og framsækinni sýn á sjálfbærni. Hann kemur fyrst á markaðinn í tveimur útgáfum sem 5 sæta fólksbíll og sem sendibíll með „zero emission“.

Eins og hinir meðlimir alrafmögnuðu ID. fjölskyldunnar þá er ID.Buzz byggður á MEB grunninum og hefur því alla sömu kosti og arir meðlimir fjölskyldunnar. Þyngdarpunktur bílsins er lágur vegna staðsetningar rafhlöðunnar og hann er með flötu gólfi og lipur í akstri. Uppsetning sætanna gefur einnig nóg pláss og mikinn sveigjanleika. Sjón er sögu ríkari en heimsfrumsýningin á ID.Buzz verður í beinni útseningu hér kl. 18:00 í dag miðvikudaginn 9. mars 2022.