Fara í efni

Kodiaq og Karoq - SUV-bræðurnir frá Skoda!

Fyrsti sportjeppinn frá Skoda var Skoda Kodiaq sem var frumsýndur sumarið 2016 og hefur slegið heim um allan heim. Í október í fyrra kom jepplingurinn Skoda Karoq á sjónarsviðið og með komu hans var næsta áfanga í framtíðarsýn Skoda náð en bílaframleiðandinn hyggst breikka bílaflotann til muna næstu árin og auka framboðið í flokki sportjeppa og jepplinga.

Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Skoda Kodiaq margverðlaunaður. Hann er með hæstu mögulega einkunn, eða fimm stjörnur, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Í ár var hann kjörinn jeppi ársins oaf Auto Express, annað árið í röð, og í fyrra hlaut hann virtu verðlaunin What Car? Sem jeppi ársins. Kodiaq státar einnig af Top Gear verðlaununum sem besti bíllinn fyrir stórar fjölskyldur árið 2016.

Líkt og stóri bróðir hefur Karoq vakið mikla lukku og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann kom sá og sigraði í flokki jepplinga í ‘Best Car?,’ hlaut hin eftirsóttu Autonis hönnunarverðlaun fyrir bestu nýju hönnunina í SUV-flokki, er handhafi Golden Steering Wheel og skartar fimm stjörnum í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

 

Meira um Kodiaq og Karoq