Fara í efni

Mikill vöxtur hjá Škoda

Mikill vöxtur hefur verið hjá Škoda undanfarin ár en Škoda afhenti alls 1.043.900 bíla til viðskiptavina um allan heim árið 2025, sem er 12,7% aukning milli ára og besti árangur merkisins síðustu sex ár. Í Evrópu afhenti Škoda 836.200 bíla og varð þar með þriðja söluhæsta bílamerki á Evrópumarkaði.

Hröð rafvæðing var lykilþáttur í árangrinum. Afhendingar rafbíla tvöfölduðust í 174.900 bíla, og tengiltvinnbílar voru 43.800. Mikil eftirspurn eftir rafbílunum Elroq og Enyaq lyfti Škoda í fjórða sæti meðal rafbílaframleiðenda í Evrópu. En Elroq átti góðu gengi að fagna og var valinn bíll ársins í flokki rafdrifinna fjölskyldubíla 2025 af WhatCar?

Octavia hélt stöðu sinni sem söluhæsta gerð Škoda á heimsvísu með 190.300 afhendingar, á eftir komu Kodiaq, Kamiq og Fabia. Þýskaland var áfram stærsti markaður Škoda, en mikill vöxtur var einnig á Indlandi þar sem markaðshlutdeild Škoda nánast tvöfaldaðist.

Einnig var mikill vöxtur hjá Škoda á Íslandi árið 2025, en met var sett í sölu rafbíla merkisins og vó þar nýi rafbíllinn Elroq þyngst. Viðtökur við nýliðanum sem kallaður hefur verið “litli bróðir Škoda Enyaq” fóru fram úr björtustu vonum enda um frábæran bíl að ræða samkvæmt Jóni Kristóferi S. Jónssyni vörumerkjastjóra Škoda á Íslandi.

Síðar á árinu 2026 mun Škoda svo kynna tvær nýjar alrafmagnaðar gerðir, borgar-SUV-inn Epiq og sjö sæta fjölskyldu-SUV-inn Peaq, sem munu þar með tvöfalda rafbílaframboð merkisins.

 

Skoda Epiq

Škoda Epiq er væntanlegur síðar á árinu