Fara í efni

Mitsubishi Eclipse Cross - hannaður til sigurs!

Jepplingurinn Mitsubishi Eclipse Cross var nýverið valinn bíll ársins 2019 af helstu bílasérfræðingum Japans. Verðlaunin eru veitt af RJC (Automotive Researcher´s and Journalist´s Conference of Japan), samtökum sérfræðinga og blaðamanna bílaiðnaðarins þar í landi sem hafa verið starfrækt síðan 1990. Þessi virtu verðlaun eru veitt af dómnefnd sérfræðinga RJC og sigurvegarinn er valinn úr hópi allra japanskra bílategunda sem koma á markað innanlands á tímabilinu 1. nóvember 2017 og 31. október 2018. Haft var eftir dómnefndinni að Eclipse Cross státaði af frábærri samþættingu glæsilegrar hönnunar og einstakra aksturseiginleika

Að innan sem utan vekur Eclipse Cross athygli fyrir djarfa og glæsilega hönnun. Ytra útlit sker sig út með vel heppnaðri blöndu fólksbíls og jeppa og innanrými er einstaklega glæsilegt. S-AWC fjórhjóladrifið er aðalsmerki Mitsubishi sem gefur einstaka aksturseiginleika og tryggir öryggi með mismunandi akstursstillingum sem henta ólíkum aðstæðum. Eclipse Cross er snjallsímavænn með þægilegum stjórnbúnaði og stórum LCD upplýsingaskjá og staðalbúnaður bílsins inniheldur flest það sem hugurinn girnist.

Þetta eru ekki einu hönnunarverðlaunin sem Eclipse Cross hefur öðlast en hann er handhafi alþjóðlegu Good Design verðlaunanna þar sem hann þótti bera af fyrir djarfa og eftirtektarverða hönnun. Þess má einnig geta að í Eclipse Cross er öryggið í fyrirrúmi en hann er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP og JNCAP.

Um þessar mundir er 300.000 kr. kjarakaupaafsláttur af Eclipse Cross sem gildir til 15. febrúar en honum fylgir einnig tveggja ára þjónustuskoðun.

Eclipse Cross á Kjarakaupum

Meira um Eclipse Cross

Sýningarsalur nýrra bíla: www.hekla.is/vefverslun