Fara í efni

Mitsubishi Motors Corporation (MMC)

Mitsubishi Motors Corporation (MMC) tilkynnti við lokun markaða í gær 27. júlí að fyrirtækið hyggist frysta innleiðingu nýrra gerða Mitsubishi í Evrópu. Rekstur MMC hafi verið erfiður og tap verið á rekstrinum. Evrópumarkaður er hlutfallslega lítill fyrir framleiðandann og COVID-19 hefur gert stöðuna verri. Í ljósi þessa hefur félagið ákveðið að til skamms tíma verði höfuðáherslan á Asíumarkað. HEKLA, umboðsaðili MMC á Íslandi, mun halda sölu núverandi tegunda Mitsubishi bifreiða áfram.

Ákvörðun MMC hefur engin áhrif á eigendur Mitsubishi bifreiða. HEKLA mun áfram þjónusta bílana og ábyrgðarskilmálar verða óbreyttir, 5 ára ábyrgð á bifreiðum og 8 ára ábyrgð á rafhlöðum.