Fara í efni

Mitt torg – enn betri þjónusta

Við hjá Heklu erum stöðugt að leita leiða til að þjónusta viðskiptavini okkar betur.

Undanfarna mánuði höfum við verið að þróa lausn þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar upplýsingar um viðskipti sín við Heklu. Við köllum þessa lausn Mitt torg og er það aðgengilegt hér á heimasíðu Heklu.

Einstaklingar geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum en fyrirtæki þurfa að sækja um aðgang þegar þau skrá sig inn.

Á Mínu torgi má meðal annars nálgast eftirfarandi upplýsingar:

  • Lista yfir ökutækin þín
  • Þjónustusögu ökutækjanna þinna
  • Upplýsingar um innkallanir og uppfærslur, bæði þær sem á eftir að framkvæma sem og þær sem búið er að framkvæma
  • Bókanir vegna þjónustu hjá Heklu
  • Stöðu ökutækis sem er í þjónustu
  • Viðskiptayfirlit
  • Eldri reikninga

Við hvetjum þig til að nýta þér þessa rafrænu þjónustu og senda okkur ábendingar um hvað við getum bætt, svo þessi þjónusta geti nýst þér betur.

Mitt Torg