Fara í efni

Outlander PHEV er bensín- og rafmagnsbíll

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni; þitt er valið. Hann er tvíorkubíll svo að þú bara stingur í samband og sparar bensínið til betri tíma ...Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni; þitt er valið. Hann er tvíorkubíll svo að þú bara stingur í samband og sparar bensínið til betri tíma ...

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni; þitt er valið. Hann er tvíorkubíll svo að þú bara stingur í samband og sparar bensínið til betri tíma. Ef þú vilt vernda umhverfið, hvíla veskið eða fá þér öruggan fjórhjóladrifinn fjölskyldubíl er Outlander málið.

OUTLANDER PHEV er ekki venjulegur rafbíll því hann býður upp á svo margar leiðir til að hlaða rafgeyminn við ólíkar aðstæður og þannig tryggja að þú komist alltaf á áfangastað.

Fyrir daglegan akstur þarf bara að hlaða með hleðslutæki og þá er rafgeymirinn fullhlaðinn í fimm tíma. Með 30-50 km aksturssviði má komast yfir flestan daglegan akstur.

Þrjár akstursstillingar eru tiltækar sem sjá til þess að þú sparar eins mikla orku og þú getur við mismunandi aðstæður. Í borgarakstri gengur bíllinn á hreinu  rafmagni á rafdrifi (EV Mode), en hann skiptir yfir í tvinnrafdrif (Series Hybrid Mode) þegar þörf er á auknu afli, eins og þegar ekið er upp brekku eða gefið snögglega í, og þá myndar bensínvélin rafmagn til að aðstoða rafmagnsvélarnar. Þegar bílinn er kominn á þjóðveginn skiptir hann yfir í tvinnbensíndrif (Parallel Hybrid Mode) . Í þessari stillingu knýr vélin bílinn með aðstoð rafvéla þegar þörf er á aukaafli.

Auk aksturstillinganna þriggja getur þú líka hlaðið rafgeyminn með endurnýtanlegri hemlun sem auðvelt er að stýra með valstönginni og valflipunum eða með því að velja „battery save mode“. Auk þess er hægt að hlaða bílinn á hraðhleðslustöðvum þar sem hægt er að hlaða 80% afl á 30 mínútum.

Tvíorkukerfi Mitsubishi (PHEV) hefur verið þróað á grunni rafbílatækni og notað í i-MiEV fyrir meðalstóra og stærri farþegabíla, t.d. jepplinga sem þarfnast stærra aksturssviðs. Lykilíhlutir á borð við rafgeyma og véla eru undir stöðugri vöktun og innfelld stýring er á vélum, fjórhjóladrifi (4WD), hemlunarbúnaði, loftræstingu o.s.frv. til að tryggja öruggan, þægilegan og sparneytinn akstur.

Tæknin færir þér möguleika að nýta rafmagns- og bensínorku í einu og sama ökutækinu. Umhverfisvænn, þægilegur og tæknivæddur; Þetta er akstursmáti framtíðarinnar.

Verð er frá 6.690.000 krónum.

Þú getur skoðað Mitsubishi Outlander PHEV nánar hér