Fara í efni

Nýr samstarfsaðili Heklu í Reykjanesbæ

Nýr samstarfsaðili Heklu hf. í Reykjanesbæ, Bílakjarninn, hefur tekið að störfum. Bílakjarninn keypti húsnæði Heklu í Reykjanesbæ og verður starfsemin því áfram til húsa að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ þar sem Hekla hefur verið með umboð og verkstæði síðustu 20 ár. 

Í húsnæðinu að Njarðarbraut er öll aðstaða til fyrirmyndar en nýlega var verkstæðið uppfært með nýjum lyftum og verkfærum sem nýtast atvinnubílum sérstaklega vel. Eftir sem áður verður hægt að nálgast þjónustu fyrir öll vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Einnig mun sami aðili sjá um sölu nýrra bíla frá Heklu auk þess sem fjölbreytt úrval notaðra bíla verður á staðnum. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08:00 – 17:00. Nú þegar geta eigendur Heklu bíla bókað tíma í þjónustu í síma: 421 2999.

„Það er okkur sönn ánægja að kynna nýjan samstarfsaðila í Reykjanesbæ og þá sérstaklega þegar viðskiptavinir Heklu geta áfram leitað á sama stað. Við hlökkum til samstarfsins, einnig er vert að minnast á að samstarfsaðilar okkar geta nýtt sérþekkingu okkar tæknimanna sem og bifvélavirkja sem og reglulega eru gerðar úttektir til að passa upp á alla staðla“, segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

„Við erum mjög ánægð með kaup okkar á húsnæði Heklu í Reykjanesbæ en ljóst er að húsnæðið er til fyrirmyndar sem og öll aðstaða. Við munum þjónusta vörumerki Heklu með natni og vonandi verður samstarfssamningur til þess að gleðja þá sem áður hafa leitað til Heklu í Reykjanesbæ. Einnig er gaman að segja frá því að við höfum fengið til liðs við okkur Erling R. Hannesson sem sölustjóra og er það mikill fengur fyrir okkur að fá eins reyndan mann og hann til þess að leiða söluna“, segir Sverrir Gunnarsson, framkvæmdarstjóri.

http://bilakjarninn.is