Fara í efni

Öryggisinnköllun

Audi hefur greint tilvik þar sem bilun olli ofhitnun í drifrafhlöðu, sem getur valdið eldhættu og alvarlegri slysahættu.
Orsök bilunar er enn til rannsóknar, en gæti tengst frávikum í framleiðsluferli hjá birgi rafhlöðueininga (battery modules).

Bílarnir sem innkallaðir eru, eru Plug in Hybrid af gerðinni Audi A8 (PHEV), Audi Q7 (PHEV) og Audi Q8 (PHEV) árgerðir 2020-2024, með tiltekna tegund drifrafhlöðu. 

Aðgerð / lausn

Sett verður upp nýr hugbúnaður sem:

  • tryggir stöðuga vöktun rafhlöðunnar,
  • birtir viðvörun á mælaborði ef bilun greinist,
  • og takmarkar hleðslu ef raunveruleg bilun kemur upp.

Hugbúnaðurinn er í þróun og áætlað að verði tilbúinn 20. október 2025.

Varúðarráðstafanir fram að uppfærslu

Til að fyrirbyggja ofhitnun er ráðlagt að hlaða ekki bílinn þar til hugbúnaðaruppfærsla hefur verið sett inn.

Ekki skal hlaða með ytri hleðslutæki.
Ekki skal nota e-tron stillingarnar “Battery charge” eða “Battery hold”.

Bifreiðina má nota áfram í akstri.
Endurheimt orku (recuperation) virkar eðlilega en sumar aukaaðgerðir geta verið takmarkaðar.
Eftir að nýi hugbúnaðurinn hefur verið settur upp fellur hleðslutakmörkunin úr gildi.

Umfang á Íslandi og tilkynningar til bíleigenda.

Vitað er um 71 bíl falla undir þessa innköllun hér á landi.
Eigendum verður tilkynnt með innköllunarbréfi og símtali þar sem því verður við komið.
Tilkynning um innköllunina kemur líka í Audi appinu sem tengt er bílnum.

Hekla hvetur alla bíleigendur til að athuga hvort innköllun vegna loftpúða eigi við um þeirra bíl.

Það er einfalt mál að fletta þínum bíl upp, þú þarft eingöngu bílnúmer eða verksmiðjunúmer: https://www.hekla.is/is/thjonustutorg/innkallanir

Hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna: hekla@hekla.is - 590 5030 - Netspjall á hekla.is

Öryggi okkar viðskiptavina skiptir okkur máli.