Fara í efni

Rafmögnuð sumarhátíð

Rafmögnuð sumarhátíð Heklu verður haldin laugardaginn 12. júní með pompi og prakt. Áhersla verður lögð á rafmagnsbíla en Hekla er í öðru sæti í sölu rafmagnsbíla á árinu. Á boðstólnum verður gómsætar pylsur frá Bæjarins bestu og rjúkandi kaffi frá Kaffitár. Veltibíllinn verður á staðnum og Blaðrarinn kíkir við.

Hekla fagnaði stórsigri á dögunum þegar Volkswagen ID.4 var valinn bíll ársins af íslenskum bílablaðamönnum. Hekla fór heim með fjögur verðlaun í farteskinu þegar íslenskir bílablaðamenn tilkynntu á val sitt á bíl ársins í tuttugasta sinn.

Í efstu þremur sætunum um titilinn í ár voru í fyrsta sæti er Volkswagen ID.4, í öðru er Skoda Enyaq og í því þriðja er Volkswagen ID.3. Þar að auki var Volkswagen ID.3 í efsta sæti í flokknum stærri fólksbílar og Volkswagen ID.4 í efsta sæti í flokknum smærri jeppar og jepplingar þar sem Skoda Enyaq var í öðru sæti.

„Það frábært að sjá hve vel hefur verið tekið í nýju rafbílalínur frá Volkswagen og Skoda sem sýnir að vörumerkin eru að gera þetta af heilum hug. Þessi glæsti árangur hefur náðst með því að hanna rafbíla frá grunni sem gerir þeim kleift að nýta plássið betur og tryggja enn betri akstursupplifun. Til að mynda að með nýrri tækni og breyttri þyngdardreifingu reynast afturhjóladrifnu bílarnir mjög vel. Um helgina verður fjórhjóladrifinn ID.4 GTX frumsýndur sem er þá orðinn enn betri fyrir íslenskar aðstæður. Á sama tíma hefjum við forsölu á fjórhjóladrifnum Skoda Enyaq svo það verður nóg um að vera. Okkur hlakkar mikið til að halda loksins veislu og hvetjum sem flesta til að líta við, nóg er plássið hjá okkur og við biðjum fólk að virða fjarlægðamörk,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri hjá Heklu.

Smelltu hér til að skoða viðburð

Einkar áhugavert er að í öllum tilvikum eru bílarnir sem komust í úrslit frá Heklu rafmagnsbílar með drægni yfir þrjú hundruð kílómetra skv. WLTP. Þetta sýnir hve vinsælir rafmagnsbílar eru og hve vel við Íslendingar erum opin fyrir vistvænum orkuskiptum.

Fjórhjóladrifinn Volkswagen ID.4 GTX verður frumsýndur við þetta skemmtilega tilefni en á sama tíma hefst forsala á fjórhjóladrifnum Skoda Enyaq.

Þegar horft er á skráningartölur nýrra bíla eftir fyrstu fimm mánuði ársins er Hekla með 21% af sölu vistvænna bíla á Íslandi. Þegar horft er á vörumerki Heklu er Volkswagen í öðru sæti í sölu rafmagnsbíla, Mitsubishi í efsta sæti í sölu tengiltvinnbíla og Skoda er að vinna sig hratt upp vistvænu listana eftir að Skoda Enyaq fór að berast til landsins. Audi bætir við sig í hlutdeild í sölu rafmagns- og tengiltvinnbíla.

Við þetta skemmtilega tilefni skelltu nokkrir starfsmenn Heklu sér í leikandi létta myndartöku þar sem þau fögnuðu góðu gengi.