Fara í efni

Samstarf HEKLU og Emmsjé Gauta

Í kjölfar frétta um úrskurð Neytendastofu varðandi samstarf Emmsjé Gauta og HEKLU í tengslum við Audi Q5 bifreið sem Gauti hefur á rekstrarleigu vill Hekla hf. árétta að hvort tveggja Hekla og Emmsjé Gauti notuðu myllumerkið #audi_island í öllum færslum í góðri trú um að með því væri verið að fara að leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar. Frá því að Heklu barst fyrst erindi Neytendastofu hefur myllumerkinu #AudiSamstarf verið bætt við allar færslur og nýlega einnig myllumerkið #AudiAuglýsing. Þar að auki birtu báðir aðilar tilkynningu þess efnis í upphafi samstarfs með það í huga að það væri greinilegt að um samstarf væri að ræða. 

Hekla hf. biðst velvirðingar á þessu og mun gera betur í framtíðinni. 

#audi_island #audiauglysing #audisamstarf #hekla #heklubill