Fara í efni

Skoda Octavia bíll ársins 2014

Friðbert forstjóri, Sigurður sölustjóri og Ragnar.
Friðbert forstjóri, Sigurður sölustjóri og Ragnar.
Skoda Octavia er bíll ársins 2014. Það var Bandalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB sem kynnti valið 19. september að viðstöddu fjölmenni í á veitingastaðnum Nauthól. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla S og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.Skoda Octavia er bíll ársins 2014. Það var Bandalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB sem kynnti valið 19. september að viðstöddu fjölmenni í á veitingastaðnum Nauthól. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla S og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.

Skoda Octavia er bíll ársins 2014. Það var Bandalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB sem kynnti valið 19. september að viðstöddu fjölmenni í á veitingastaðnum Nauthól. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla S og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.

Þeir bílar sem í úrslit komust voru aðgreindir í þrjá flokka: 1. Minni fólksbíla. 2. Stærri fólksbíla. 3. Jeppa og jepplinga.

Í flokki minni fólksbíla varð VW Golf efstur með 701 stig. Næstur var Renault Clio með 649 stig og þriðji varð Nissan Leaf með 642 stig.

Í flokki stærri fólksbíla varð Skoda Octavia efstur með 742 stig. Næst kom Tesla S með 706 stig og loks Lexus IS300h með 699 stig.

Í flokki jeppa og jepplinga varð Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur varð Toyota RAV4 með 563 stig og loks Ford Kuga með 555 stig.

Útnefningin á bíl ársins fór fram 19. september í veitingahúsinu Nauthóli með tilstyrk Bílgreinasambandsins og Frumherja. Frumherji léði einnig aðstöðu í skoðunarstöðinni við Hestháls til að skoða úrslitabílana. Ennfremur léði Kvartmíluklúbburinn BÍBB keppnisbraut sína og aðra aðstöðu í Kapelluhrauni án endurgjalds.