Karfan er tóm.
Söluhæsti mánuður Audi frá upphafi
30. desember. 2025
Bílasala á Íslandi tók verulegt stökk í desembermánuði, meðal annars í ljósi fyrirhugaðra breytinga á rafbílastyrkjum og vörugjöldum á bifreiðar sem taka gildi um áramót. Margir kaupendur flýttu því bílkaupum sínum til að tryggja sér hagstæðari kjör.
Audi náði á sama tíma sögulegum áfanga en desember reyndist söluhæsti mánuður merkisins frá upphafi. Alls seldi Hekla 71 Audi-bifreið í mánuðinum, sem er metfjöldi á einum mánuði.
Langvinsælasta gerðin var Audi Q4 S-line rafbíllinn, sem naut mikilla vinsælda meðal kaupenda. Hann var mest seldi Audi-bíllinn í desember og undirstrikar áframhaldandi vöxt eftirspurnar eftir rafknúnum bifreiðum á íslenskum markaði.