Fara í efni

Mitsubishi Eclipse Cross frumsýndur á stórsýningu HEKLU!

HEKLA hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og sýnir á laugardaginn fimmtán slíka þegar blásið verður til stórsýningar milli klukkan 12 og 16. Fjölbreytnin í þessum eftirsóttu farkostum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum ...

HEKLA hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og sýnir á laugardaginn fimmtán slíka þegar blásið verður til stórsýningar milli klukkan 12 og 16.

Fjölbreytnin í þessum eftirsóttu farkostum hefur aldrei verið meiri og HEKLA teflir fram úrvali fjórhjóla- og framhjóladrifinna jeppa í öllum stærðum, gerðum og litum.

Mitsubishi sýnir í fyrsta sinn á Íslandi hinn brakandi nýja Mitsubishi Eclipse Cross; rennilega og meitlaða sportjeppann sem þorir að skera sig úr fjöldanum. Hittarinn Outlander PHEV sem hefur selst í bílförmum verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt ASX, Pajero og L200. Volkswagen sýnir Tiguan, T-Roc, Amarok og Tiguan Allspace og hjá Skoda leika Kodiaq og Karoq á als oddi. Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q3, Q5 og Q7!

Fjöldinn allur af tilboðum verða í gangi á sýningunni og má þar nefna að aukahlutapakkar að andvirði 200.000 kr. fylgja með Volkswagen T-Roc, Skoda Karoq, Skoda Kodiaq og Mitsubishi Pajero. Mitsubishi Outlander PHEV fylgir þjónustuskoðun í tvö ár og Audi Q5 fæst á einstöku tilboðsverði.

Hjá Mitsubishi verða á staðnum 35“ breyttur Pajero og 33“ breyttur L200. Veltibíllinn tekur gesti og gangandi í snúning, nýbakaðar kleinur verða í boði ásamt kakó og kaffi frá Kaffitár.

Af þessum fimmtán fararskjótum má finna allt sem  hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Á Laugaveginum verður laufléttur lukkuleikur þar sem gestir geta unnið stórglæsileg verðlaun.

Í fyrstu verðlaun er vígalegt götuhjól frá Skoda að verðmæti 139.000 kr. Í önnur verðlaun er 60.000 kr. gjafakort hjá 66°Norður. Í þriðju verðlaun er 50.000 króna gjafabréf hjá Everest og í fjórðu verðlaun er 45.000 króna gjafabréf hjá Icelandair. Dregið verður út föstudaginn 9. mars.

Stórsýning HEKLU verður á sama tíma hjá:

  • Bílasölu Selfoss
  • Bílasölu Austurlands á Egilsstöðum
  • Höldi á Akureyri.
    • Hjá Höldi verður einnig kynning á vinsælasta bíl í flokki jeppa og jepplinga 2017, Mitsubishi Outlander PHEV klukkan 13 og 15.

Þú finnur alla flóruna hjá okkur!

Smelltu hér til að skoða viðburð á Facebook.