Fara í efni

Sumarhátíð HEKLU

Verið velkomin á sumarhátíð HEKLU. Við frumsýnum fyrsta Skoda tengiltvinnbílinn Superb iV og nýjasta fjölskyldubílinn Kamiq. Einnig frumsýnum við 35" breyttan og töffaralegan Mitsubishi L200 sem er tilbúinn í íslenska sumarið og draumaferðabílinn Volkswagen California sem bíður spenntur eftir ferðafélögum! Audi e-tron 50 verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt Q5 TFSI e sem er rafmagnaður tengiltvinnbíll. Ásamt frumsýningarstjörnum dagsins mun Volkswagen T-Cross sýna gestum lipra og sportlega takta og hinn alrafmagnaði e-up! hve risasmár og knár hann er. Af völdum aukahlutum verður 20% afsláttur.

Bæjarins Bestu verða á staðnum með grillvagninn sinn og á staðinn mæta blaðrari og ráfari frá Sirkus Íslands. Komdu og fagnaðu sumri með okkur og öllum félögunum úr bílaflota HEKLU.

Skoða viðburð á Facebook

Við hlýðum Víði. Starfsfólk HEKLU gætir þess að fylgja kröfum varðandi fjöldatakmarkanir og sótthreinsun svæða.

Hlökkum til að sjá þig!