Fara í efni

Uppboð á Vargsbílnum!

Sunnudaginn 26. ágúst klukkan 13.30 hefst uppboð á geggjuðum Mitsubishi L200 pallbíl sem var áður í eigu Vargsins. Bíllinn hefur lent í trylltum ævintýrum með fyrrum eiganda sínum en er vel með farinn og ægifagur. Upphafsboð er 5.350.000 kr.

L200 4x4 er fullkomin blanda fólks og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3,1 tonn og 450 Nm togkraft. Meðal búnaðar í uppboðsbílnum má nefna skyggðar rúður, bakkmyndavél og sjálfvirka loftkælingu. Viðbótarbúnaður bílsins er 32'' dekk, pallhús, útdraganleg skúffa og dráttarkrókur. Verðmæti bílsins með aukahlutum er 6.030.000 kr.

Uppboðið verður haldið í Mitsubishi salnum að Laugavegi 170. Allir velkomnir!