Fara í efni

Vetrarsýning Heklu

Hekla blæs til vetrarsýningar á Laugaveginum, laugardaginn 27. janúar á milli klukkan 12 - 16.

Við kynnum nýjan Volkswagen Touareg sem er kraftmesti Plug-in Volkswagen frá upphafi og glæsilega viðbót í ID. fjölskylduna - ID.7 sem valinn var bíll ársins í Þýskalandi í flokki Premium bíla (GCOTY).

Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og mun starfsfólk Heklu kynna og veita ráðgjöf um allt það nýjasta í hleðslustöðvum en að auki verður fulltrúi frá ON á staðnum.

Við kynnum ný og betri verð á Skoda Enyaq, Volkswagen ID.4 og ID.5. Allt rafbílar sem fengið hafa frábærar viðtökur hér á landi. Þá verða sérkjör af sýningarbílum sem tilbúnir eru til afhendingar.

Að auki sýnum við nýja merkið okkar, GWM ORA sem eru vel búnir rafbílar á frábæru verði. Hinn glæsilegi Audi Q8 e-tron verður einnig á sýningunni auk flaggskipsins e-tron GT en nokkrir bílar eru til á lager sem hægt er að fá afhenta á næstu dögum.

Gestum og gangandi verður boðið upp á ljúffengan ís frá Valdísi, pönnukökur og rjúkandi kaffi frá Sjöstrand.


    

Nýr Volkswagen Touareg eHybrid

Nýr Touareg er kraftmesti Plug-In Volkswagen frá upphafi.

3.0 V6 381 eða 462 hestafla

3,5 tonna dráttargeta

5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km (hvort sem kemur fyrr)

8 ára ábyrgð á aðalrafhlöðum eða upp að 160.000 km

Nánar um Touareg

 

 

Nýr Volkswagen ID.7

Volkswagen ID.7 hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valinn bíll ársins í Þýskalandi í flokki premium bíla (GCOTY).

Allt að 612 km drægni (WLTP)

5 stjörnur í öryggisprófunum (EURONCAP)

Rafmagn og nudd í framsætum

5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km (hvort sem kemur fyrr)

8 ára ábyrgð á aðalrafhlöðum eða upp að 160.000 km

Nánar um ID.7