Fara í efni

Volkswagen dagurinn

Það verður mikið um dýrðir í HEKLU á Laugavegi á hinum árlega Volkswagen degi enda fagnar HEKLA 85 ára afmæli í ár.

Nýjustu bílarnir verða til sýnis auk nokkurra gersema úr fortíðinni og við bjóðum forpöntunartilboð á nýjum Touareg sem frumsýndur verður í sumar. Á Volkswagen daginn verða líka nokkrir vel valdir sýningarbílar á sérstöku sumartilboðsverði. 

Við bjóðum upp á kaffi frá Kaffitár, svalandi gosdrykki, ís frá Skúbb og á staðnum verða hoppukastalar!

Komdu í HEKLU Laugavegi á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 og gerðu þér glaðan Volkswagen dag með okkur.

Volkswagen dagurinn verður samtímis haldinn hátíðlegur hjá Bílás Akranesi, BVA Egilsstöðum og Höldi Akureyri.

Viðburður á Facebook // Heimasíða Volkswagen